Leita í fréttum mbl.is

Hver eru samningsmarkmið ASÍ í ESB-málum?

arniP

Forysta ASÍ með Gylfa Arnbjörnsson í broddi fylkingar segist vilja ræða við ESB um inngöngu Íslands í sambandið. Þá vaknar spurningin: Vill ASÍ ganga til þessara viðræðna, sem Já-Ísland sættir sig við að yrðu kallaðar aðlögunarviðræður, án allra skilyrða eða vill ASÍ setja fram einhver samningsmarkmið líkt og Samfylkingin lofaði að gera?

Sem kunnugt er lofaði Samfylkingin að kynna þau samningsmarkmið sem hún vildi setja fram í viðræðum við ESB. Það var hluti af niðurstöðu kosningar innan flokksins árið 2002 eða 2003. Flokksforysta Samfylkingar lét hins vegar þá vinnu lönd og leið að kynna samningsmarkmiðin. Þau litu aldrei dagsins ljós.

Segja má að utanríkisnefnd Alþingis hafi sett inn samningsmarkmið til grundvallar ályktun Alþingis um viðræður við ESB árið 2009. 

Vilja ASÍ og Samfylkingin að þau samningsmarkmið, m.a. um full og óskoruð yfirráð yfir fiskimiðunum, verði látin ráða áfram?


mbl.is Þjóðin fái að segja sitt álit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Launþegar innan ASÍ  þurfa nýjan góðan gjaldmiðil og þar getur evran komið að gagni

Íslensk króna með gjörspillta stjórnmálamenn er handónýt !

JR (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 17:19

2 identicon

Forysta ASÍ með Gylfa Arnbjörnsson í broddi fylkingar segist vilja ræða við ESB um inngöngu Íslands í sambandið. Þá vaknar spurningin: Er einhver munur á því að vilja ræða eitthvað og semja um eitthvað. Getur ASÍ rætt við ESB án þess að það séu samningaviðræður? Þarf að hafa samningsmarkmið áður en hafnar eru samræður? Þarf að gera breytingar á Íslenskum orðabókum?

Ufsi (IP-tala skráð) 18.3.2015 kl. 19:14

3 Smámynd:   Heimssýn

Alþingi setti samningsmarkmið í umsóknina 2009. Þau vörðuðu m.a. full yfirráð í sjávarútvegsmálum og þau vörðuðu einnig landbúnaðarmál. Viðræður sigldu í strand 2011 vegna þess að ESB vildi ekki fallast á þau skilyrði sem þar voru sett.

Heimssýn, 19.3.2015 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 1825
  • Frá upphafi: 1183028

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1605
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband