Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll og Sigríður í pólitískum fenjaleiðangri

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formannskandídat, eru minnt á þá afstöðu kjarnans í Samfylkingunni með tillögu flokksins að stjórnmálaályktun að taka eigi upp evru. Sjálfur hafði Árni nært efann í þessu máli en kjarni flokksins heldur fast við sitt. 

Samfylkingin, flokkur sem ætlaði sér að vera í fylkingarbrjósti fyrir íslenska alþýðu, hefur aldrei skilið gangvirki efnahagsmála í Evrópusambandinu. Flokkurinn hefur reynt að telja landsmönnum hér trú um að mögulegt sé að efnahagsumhverfið hér geti á örskotsstund orðið það sama og í Þýskalandi. Flokksforystan hefur neitað að meðtaka innihald fjölmargra skýrslna sem segja að það henti ekki að vera með sama gjaldmiðil og sömu peningastefnu hér og á meginlandi Evrópu vegna þess að efnahagssveiflur eru ólíkar og það þarf oft vaxtahækkun í Evrópu þegar þörf er á vaxtalækkun hér á landi og öfugt.

Forysta Samfylkingarinnar skilur ekki heldur að evran hefur valdið gífurlegu efnahagsmisvægi í álfunni þar sem Þjóðverjar og örfáar aðrar þjóðir hafa getað haldið verði á útflutningsafurðum sínum niðri og unnið í samkeppni á útflutningsmörkuðum við jaðarþjóðirnar með þeim afleiðingum að mikill afgangur hefur verið á utanríkisviðskiptum Þjóðarverja en halli og skuldasöfnun á Ítalíu, Spáni, Grikklandi og víðar. Þetta hefur leitt til verri afkomu útflutningsfyrirtækja á jaðarsvæðunum, atvinnuleysis og skuldasöfnunar.

Samfylkingin ætlaði að bæta kjör landsmanna. Í staðinn stefnir flokkurinn að því að koma Íslandi í hóp þeirra landa þar sem kjörin eru svívirðileg, svo vitnað sé til Jóns Baldvins Hannibalssonar, guðföður umsóknar um aðild að ESB. Hann sér engar líkur á því að Ísland verði aðili að ESB á næstunni.

 


mbl.is Upptaka evru besta leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitthvað fyrir Árna og Co að kíkja á.

http://youtu.be/C8xAXJx9WJ8

Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2015 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 386
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 2432
  • Frá upphafi: 1163760

Annað

  • Innlit í dag: 334
  • Innlit sl. viku: 2127
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 288

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband