Föstudagur, 20. mars 2015
Stjórnarskráin leyfir ekki aðild að ESB segir Jón Steinar
Stjórnmálaumræður á Íslandi taka oft á sig undarlegar myndir svo ekki sé meira sagt. Nú ræða menn ekki annað meira en viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands að því. Enginn virðist telja ástæðu til að nefna, að Ísland getur ekki samið um aðild að þessu sambandi. Stjórnarskrá okkar leyfir það ekki.
Svo segir í grein sem Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt, í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag og Pressan endurbirtir.
Áfram segir Jón Steinar:
Skilyrði fyrir aðild Íslands er að stjórnarskránni verði fyrst breytt og þar sett inn heimild til að stjórnvöld megi framselja ríkisvald í hendur alþjóðlegra ríkjasambanda eins og ESB. Eru þeir menn að gegna skyldum sínum sem trúnaðarmenn almennings í landinu sem standa í viðræðum við aðrar þjóðir um málefni sem þeim er óheimilt að semja um samkvæmt stjórnlögum landsins? Hafa þeir gert viðmælanda sínum grein fyrir stöðu málsins að þessu leyti?
Hvernig stendur á því að stjórnvöld á Íslandi tóku upp viðræður við Evrópusambandið um aðild okkar án þess að stjórnarskráin heimilaði slíkt? Hefði ekki verið nær að byrja á að leggja til breytingar á stjórnarskránni í því skyni að heimila slíka aðild áður en til þeirra yrði gengið? Hvað ætla menn svo að gera ef um aðildina semst við sambandið? Fara þá í að breyta stjórnarskránni? Breytingar á henni eru að mun þyngri í vöfum en breytingar á almennum lögum, jafnvel þó að farið yrði eftir sérreglunni sem um þetta var sett á árinu 2013 og gildir fram á árið 2017. Þeir sem vilja koma fram slíkri breytingu á stjórnarskrá hafa auðvitað ekki neina fyrirfram gefna vissu um hvernig því máli myndi reiða af.
Ástæða er til að segja nú við alþingismenn, sérstaklega þá sem sitja í stjórnarandstöðu: Ef þið viljið að Ísland hætti að vera fullvalda ríki og afhendi erlendu ríkjasambandi valdheimildir, sem núna eru í okkar eigin höndum, ættuð þið að gera fyrst tillögur um breytingar á stjórnarskránni í þessa veru. Og hætta síðan að breyta íslenskum rétti til samræmis við hinn erlenda rétt þar til ljóst er orðið að stjórnarskrá okkar leyfi aðildina. Það gerir hún ekki nú.
Nýjustu færslur
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
- Furðufuglar mánaðarins
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 61
- Sl. sólarhring: 476
- Sl. viku: 2494
- Frá upphafi: 1176185
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 2262
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Semsagt- gefa ESB fullveldi ISLANDS ! Langt skal gengið-- vissi enginn á þingi þetta ? Hvað vita menn á þeim bæ-- svona fljótt á litið ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 20.3.2015 kl. 14:22
Stjórnarskrársirkusinn varð jú til vegna fyrirhugaðrar skyndiumsóknar 2009. Þá vildu menn vaða beint í stjórnarskránna og taka burt helsta öryggisventil hennar sem krefst þess að tvö þing samþykki breytingar.
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
7. Liður oskalista Jóhönnu í lögum um stjórnlagaþing fer fram á að öessar breytingar verði gerðar. Annað voru bara pótemkíntjöld, til að hylja tilganginn. Framsóknaflokkurinn setti það að skilyrði fyrir stuðningi við minnihlutastjornina að ekki yrði ráðist beint á stjórnarskránna heldur haldið grasrótarþing um málið. Úr því spannst langur og kjánalegur sýndarveruleiki, þótt löngu væri búið að setja í lög það sem þyrfti að breyta.
Þess var gætt að hafa ekki þennan 7. Lið oskalistans með í svokallaðri þjoðaratkvæðagreiðslu, því það hefði opinberað tilganginn og tengslin við ESB umsóknina um of. Sú "þjóðaratkvæðagreiðsla" var því raunar ómarktæk. Stjórnlagaþing var svo gert ómarktækt og handvalinn vinstrimeirihluti fenginn í stjórnlagaráð með látum.
Markmiðin voru þó enn svo dulin að meirihluti ráðsins skildi ekki til hvers af honum var ætlast. Það kom í ljós þegar drögin voru lögð til umsagnar ESA (sem segir líka sína sögu að það ha. fi þurft)þá hafnaði ESA þessum drögum m.a. Og kannski aðallega með þeim rökum að of margir og miklir fyrirvarar væru á framsalsákvæðum.
Ég spái því að ef svo ólíklega vilji til að Samfylkinginn komist í meirihluta að þá verði ekki rokið í umsóknina heldur stjórnarskránna. Það verður þó ekki eins auðvelt fyrir þá að dylja tilganginn og áður.
Drögin eru til, ESA segir nei og vil sjá opið framsal fullveldis og sjálfstæðis. Mér þætti gaman að sjá hvort þeir kæmu því í gegnum þjóðaratkvæði, sama hvaða klokindum, spuna og yfirdrepi þeir beita.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2015 kl. 15:19
Þegar stjornarskrármálið var jarðað í kyrrþey, þá var umsóknin raunar jörðuð í leiðinni.
Kannski var það ástæða fyrir feimni sambandsins að sýna spilin. Þ.e. að þeir sáu að ekki var nóg að hafst varðandi framsal, sem er jú grundvallaratriði.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2015 kl. 15:23
Hin nýju stjornarskrárdrög voru sett ofan í skúffu og akveðið að láta hana ekki koma til atkvæða þjóðarinnar vegna álits ESA.
Ef það hefði verið gert þá hefði engu skipt hvort þau væru samþykkt eða þeim hafnað, því þau hefðu áfram meinað inngöngu og raunar meinað því að hægt væri að loka köflum sem fela í sér framsal. Til þess hefði einfaldlega vantað heimild jafnt sem áður.
Það var Samfylkingin sjálf sem þaggaði niður í stjórnarskrármálinu af öessum augljósu ástæðum.
Flestir eru þó viljandi eða óviljandi í myrkri um þessar staðreyndir og halda að hér sé um algerlega aðaskilin mal að ræða og má skilja af sumum að henni þyrfti að breyta vegna þess að hrunið hafi einhvernvegin orðið vegna lélegrar stjórnarskrár.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2015 kl. 15:35
Til froðleiks er gott að renna yfir lög um stjórnlagaþing og bera listann hennar Jóhönnu það við spurningarnar 6 í "þjóðaratkvæðagreiðslunni"
https://www.althingi.is/altext/stjt/2010.090.html
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2015 kl. 15:40
Ísland getur ekki samið um aðild að þessu sambandi. Stjórnarskrá okkar leyfir það ekki....Það er ekkert sem bannar að það sé samið, aðild væri svo seinnitíma verkefni ef þjóðin vildi gerast aðili eftir samningana. Það er óþarfi að velta sér upp úr hvort breyta þurfi stjórnarskrá fyrr en og ef þjóðin kýs að gerast aðili. Þá mun þjóðin samþykkja eða fella þær breytingar.
Það er ekkert vit í því að sitja heima af hræðslu við að einhverstaðar á leiðinni verði umferðarljósin rauð.
Ufsi (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 20:59
Umsóknin krefst aðlögunnar að ESB áður en kosið er. Þ.e. Að við gerum allar nauðsynlegar breytingar í stjornkerfi og stjórnsýslu og tökum upp allan reglugerðarbalkinn áður en gengið verður til kosninga um hvort við förum inn.
kynntu Ér málið kall áður en þú geltir.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2015 kl. 21:29
Umsóknin krefst aðlögunnar að ESB áður en kosið er. Þ.e. Að við gerum allar nauðsynlegar breytingar í stjornkerfi og stjórnsýslu og tökum upp allan reglugerðarbalkinn áður en gengið verður til kosninga um hvort við förum inn.
Og allt verður það gert samkvæmt núgildandi stjórnarskrá með samþykktum Alþingis eins og hingaðtil hefur verið gert. Ef eitthvað kemur upp sem ekki samrýmist stjórnarskrá þá er lítið mál að bera það undir þjóðina hvernig hún vill bregðast við. Þetta er ekkert mál.
Kjölturakkar gelta þegar þeir halda að þeir heyri eitthvað í fjarska. Hvimleiðar skepnur sem bregðast illa við ímynduðum hættum framtíðarinnar.
Ufsi (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 22:07
EES/ESB er alveg sama um Stjórnarskrár ríkjanna sem Brunsselið bankamafíunnar ætlar að taka með góðu eða illu.
Stóra lekamálið er í raun og veru götótt regluruglið EES/ESB-spillta og bankaspillingarstýrða.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2015 kl. 01:24
Ufsi.
Það er einmitt ástæðan fyrir að viðræður stöðvuðust. Það var komið að köflum sem fólu í sér framsal. Markmið okkar og ESB eru ósættanleg. Jafnvel hin nýju stjornarskrárdrög koma í veg fyrir að hægt verði að ganga að kröfum sambandsins.(8. Kafli 111. Grein stjórnarskrárdraga) Eftadómstollinn mat það sjálfur svo í sinni umsögn. Þannig rak þetta allt í strand.
Kynntu þér nú málin og sparaðu þér illnefnin og ad hominem árásirnar, þær bitna frekar á orðstý þínum en þess sem fyrir verður. Temdu þér að fara í boltann frekar en manninn.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2015 kl. 10:45
Samkvæmt skoðanakönnun í gær eru 79% sem vilja fá að kjósa um áframhald viðræðna. Sama skoðanakönnun fær líka út að 70% eru andvígir inngöngu í sambandið.
Krafan um þjóðaratkvæði snýst því um þjóðaratkvæði per se en ekki ESB. Fylgnin í könnuninni sýnir ótrúlega þversögn sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en svo að 70% vilja fá að kjosa þetta mál út úr heiminum.
Hængur inn á að kjósa nú er sá að núverandi stórn er á móti viðræðum og ekki hægt að skipa henni að fara þvert gegn stefnu sinni. Það er því í verkahring vinstrimanna að boða til þessara kosninga ef þeir komast til valda, ekki núverandi stjórnar.
Að kikja í pakkann er ekki í boði því að við megum ekki loka þessum framsalsköflum. Það verður því að breyta stjórnarskrá til að leyfa það.
Nú ef ný stjórnaskrá verður samþykkt samkvæmt þeim drögum sem fyrir liggja þá verður okkur líka ómögulegt að ganga í sambandið vegna þeirra fyrirvara sem 8. kafli 111. Grein segir til um.
Það er ótrúlegt lýðskrum hjá Pírötum að vilja þessar ómögulegu kosningar nú í ljósi þess að Birgitta sjálf hafnaði þjóðaratkvæðum um að sótt yrði um þótt skoðanakannanir sýndu þá að 75% þjoðarinnar væru á móti inngöngu.
næstu kosningar munu snúast um nýja stjórnarskrá en ekki ESB, þar sem barist verður fyrir því að taka fyrirvarana burt, sem ESA setti út á og leyfa skilyrðistlaust framsal. Verði þeim að góðu með það.
Sama hvar á málið er litið, þá er það fast.
Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2015 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.