Miðvikudagur, 1. apríl 2015
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ekki neitt?
Stjórnarandstæðan skilar nánast auðu í ESB-málum. Það er niðurstaða Óðins Sigþórssonar, fyrrverandi formanns samtakanna Nei við ESB, í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að með framkominni þingsályktunartillögu um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort taka skuli upp áframhaldandi viðræður við ESB um aðildarumsókn sé verið að forðast umræðu um það sem skipti máli, nefnilega spurninguna um afstöðu til aðildar að ESB.
Grein Óðins Sigþórssonar er birt hér í heild sinni. Leturbreytingar eru Heimssýnar:
Þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu
Komin er fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort taka skuli upp áframhaldandi viðræður við ESB um aðildarumsókn. Skemmst er þess að minnast að síðasta ríkisstjórn heyktist á viðræðunum rétt fyrir kosningar og setti þær á ís. Þetta stórpólitíska mál mátti ekki ræða í kosningabaráttunni, enda málið ofurviðkvæmt öðrum stjórnarflokknum. Þá var heldur ekki heppilegt að lyfta teppinu af hinum stóru hagsmunamálum Íslands í viðræðunum fyrir kosningar, en Alþingi setti skýra fyrirvara vegna meginhagsmuna sem ekki skyldi framselja til ESB. Allt kemur það fram í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar frá sumrinu 2009. Þá var einnig einkar óheppilegt að stækkunarstjóri ESB hafði í viðtölum margoft vísað öllum hugmyndum þáverandi utanríkisráðherra um undanþágur til föðurhúsanna með góðlátlegu brosi á vör.
Fyrrverandi stjórnarflokkar treystu sér einfaldlega ekki í kosningabaráttu með þetta stórpólitíska mál í fanginu.
Texti þingsályktunar sem stjórnarandstaðan ber fram sameiginlega er vægast sagt mjög sérstakur. Spurningin til þjóðarinnar hljóðar svo: »Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?«
Nú hljóta margir að spyrja á móti. Ef á að leiða þjóðina að kjörborðinu á annað borð og með tilheyrandi kostnaði, af hverju forðast flutningsmenn þá að orða spurninguna með þeim hætti að leiddur sé fram þjóðarvilji um afstöðuna til þess að ganga í Evrópusambandið? Hefði ekki verið heiðarlegra gagnvart þjóðinni og Evrópusambandinu að spurt væri hvort kjósandinn vildi að Ísland tæki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gerast aðili að Evrópusambandinu? Ástæðan er einföld. Sjötíu prósent þjóðarinnar vilja ekki ganga í ESB en ámóta meirihluti getur hins vegar vel hugsað sér að kjósa bara um viðræðurnar. Þetta vita flutningsmenn og nú þarf að vanda sig við að blása lífi í nasirnar á dauðvona sjúklingnum. Alkunna er að ekki verður af aðild Íslands að ESB nema að undangenginni breytingu á stjórnarskrá Íslands og að fengnu samþykki þjóðarinnar.
Áfram ætla flutningsmenn sér því að leiða þjóðina í eyðimerkurgöngunni til fyrirheitna landsins. Þannig skal umræðan í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar snúast um réttinn til að kjósa um framhald viðræðnanna en ekki má nefna það grundvallaratriði hvort Ísland skuli gerast aðili að Evrópusambandinu. Nú er mál að linni. Aðild að Evrópusambandinu og staða Íslands í alþjóðasamfélaginu er stærra mál en svo að ábyrgir stjórnmálamenn geti vikið sér undan þeirri umræðu með því að afvegaleiða kjósendur með tillögu um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um nánast ekki neitt.
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 184
- Sl. sólarhring: 280
- Sl. viku: 2553
- Frá upphafi: 1165181
Annað
- Innlit í dag: 158
- Innlit sl. viku: 2181
- Gestir í dag: 149
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hárrétt; þetta yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um ekki neitt. Það er eins og geimverur hafi samið spurninguna, sem kjósa á um. Hún tekur hvorki tillit til bréflegrar afturköllunar á öllum skuldbindingum Íslendinga á vakt Össurar né þeirrar staðreyndar, að viðræður hans við ESB um aðildina strönduðu. Hvað halda menn, að sagt sé um stjórnarandstöðuna á Alþingi núna í Berlaymont ? Þetta er heimskulegasta þingsályktunartillaga, sem lögð hefur verið fram um langa hríð, og er í raun ekki þingtæk, því að samþykkt hennar mundi hafa kjósendur að fíflum.
Bjarni Jónsson, 1.4.2015 kl. 13:42
Góð og vönduð grein Óðins Sigþórssonar, en það eina sem ég skil ekki or er ósammála er að fólk oft segir fyrri ríkisstjórn hafa sett viðræður á ís. Viðræðurnar sem voru stopp í mars 2011. Vilji einhver skýra þetta orðalag er ég að hlusta.
Mest af vönduðustu greinunum í þessu máli virðast vera að koma fram í Morgunblaðinu og á meðan er Brusselbleðlunum troðið ókeypis í póstkassa fólks.
Elle_, 2.4.2015 kl. 10:40
Getum við ekki verið sammála um þá atburðarás, Elle, að ESB hafi í raun stöðvað viðræður um sjávarútvegsmál og fleira í mars 2011 með því að vilja ekki setja fram rýniskýrslu. Aðlögun í öðrum málaflokkum hafi svo haldið að einhverju leyti áfram en að ríkisstjórnin hafi í ársbyrjun 2013 sagst vilja gera hlé á viðræðum. Þrátt fyrir þetta hlé virðist hins vegar sem einhver lítils háttar vinna hafi haldið áfram í tilteknum hlutum stjórnkerfisins. En auðvitað var það afdrifaríkast þegar ESB stöðvaði viðræðurnar um sjávarútvegsmálin í mars 2011 með því að neita að setja fram rýniskýrslu.
Heimssýn, 2.4.2015 kl. 16:07
Jú, takk fyrir skýringuna, ég vissi ekki að neitt hafi í alvöru verið í gangi eftir mars 2011 nema falsáróður svokallaðrar Evrópustofu. Skýringin á þessu ómerkilega hléi og ís þeirra skömmu fyrir kosningar er nú skýr í grein Óðins. Ætlunin þeirra var sem fyrr að blekkja og fela og sópa undir teppið.
Elle_, 2.4.2015 kl. 16:49
Loðið orðalag er hluti af blekkingartilburðum stjórnarflokkanna 2009-2013. Þar að auki vanrækti þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa utanríkismáladeild Alþingis, en til slíks fundar hans með nefndinni var fullt tilefni þegar eftir arburðina í marz 2011. Aftur var tilefni slíks fundar eigi síðar en í janúar 2013. Þangað til Össur Skarphéðinsson útskýrir fyrir þinginu þessa vanrækslusynd sína, verður að telja hann brotlegan við embættisskyldur Utanríkisráðherra Íslands. Það var algerlega óeðlilegt að hlífa ríkisstjórnarflokkunum í kosningabaráttunni fyrir 2013-kosningarnar við gagnrýnum umræðum um stöðu viðræðnanna. Nú má ekki láta þá sleppa með þetta þjóðaratkvæðagreiðslubull, heldur ber að núa þeim því um nasir að vilja fórna sjávarútvegsstjórninni fyrir baunadisk frá Berlaymont eða tæplega það.
Bjarni Jónsson, 2.4.2015 kl. 18:30
Píratar eru komnir niður á sama blekkingarplan og hinir og kalla eftir lýðræði með innantómu þjóðaratkvæði um ekkert og láta eins og þjóðaratkvæði hafi verið svikið af fólkinu af núverandi ríkisstjórn, ekki orð um hina fyrri sem vildi alls alls ekki þjóðaratkvæði. Hví skyldi það nú hafa verið? Og á meðan hækka Píratar fylgið. Skrýtið, en vafalaust ætlun þeirra. Það getur ekki verið að þeir viti ekki að næstum allt var stopp í mars 2011 vegna fyrirvara alþingis og stjórnarskrár fullvalda ríkis.
Elle_, 2.4.2015 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.