Fimmtudagur, 2. apríl 2015
Samfylkingin í skilyrðlausri uppgjöf gagnvart ESB
Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri græn hafa sett fram stefnu um skilyrðislausa uppgjöf gagnvart ESB í meginhagsmunamálum þjóðarinnar. Tillaga þeirra til þingsályktunar, sem þessir flokkar hafa fengið Pírata til að skrifa upp á, um framhald viðræðna um inngöngu í ESB ber það með sér. Það er ekki hægt annað en að líta á tillöguna sem vilja um að setja fyrirvara Alþingis um meginhagsmunamál þjóðarinnar algjörlega til hliðar.
Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, kemur inn á þetta í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar bendir hann á að í tillögu stjórnarandstöðunnar um framhald viðræðna ríki grafarþögn um þau skilyrði sem Alþingi setti sumarið 2009 fyrir viðræðum við ESB sem voru að tryggja m.a. forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum, fiskveiðiauðlindinni og hlutdeild í deilistofnum.
Þá bendir Halldór á að það var ESB sjálft sem stöðvaði viðræðurnar um inngöngu Íslands þegar í mars 2011 með því að neita að leggja fram svokallaða rýniskýrslu um sjávarútvegsmál.
Grein Halldórs ber heitið Evrópusambandið stöðvaði aðildarumræðurnar og er hún birt hér í heild sinni:
Evrópusambandið stöðvaði aðildarumræðurnar
Kunningi hringdi og sagði að ég væri áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum. Það þótti mér vænt um að heyra, skjallið er alltaf gott. Síðan spurði hann, hvort ég teldi að Bjarni Benediktsson hefði staðið við það, sem hann sagði fyrir kosningar um þjóðaratkvæðagreiðslu og Evrópusambandið og kvað ég svo vera. Þá greip hann fram í æ og aftur og á ég engan kost nema svara honum í Morgunblaðinu.
Við Þorsteinn Pálsson erum gamlir samherjar, nánir meira að segja. Ég tel mig vita, að hann sé sammála mér um það, að þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki það sama. Ég tek dæmi. Þjóðaratkvæðagreiðslan um áhersluatriði í nýrri stjórnarskrá var langavitleysa, spurningar óljósar og villandi og mátti lesa út úr þeim hvaðeina eftir höfði þess sem talaði eins og sýnt var fram á í ráðstefnu í Háskólanum.
Ef hugur manna stendur til þess að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort teknar skuli upp aðildarviðræður við Evrópusambandið er óhjákvæmilegt að meta stöðuna eins hún var þegar þær rak í strand á árinu 2011.
Í Morgunblaðinu 20. mars átti Agnes Bragadóttir gott viðtal við Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við lagadeild Háskólans á Akureyri, en hann hafði yfirumsjón með úttekt á aðildarferlinu í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem kynnt var fyrir rösku ári. Þar kemur fram, að það hafi verið ESB sem stöðvaði viðræðurnar með því að skila ekki rýniskýrslu eftir seinni rýnifundinn um sjávarútvegskaflann, sem haldinn var í mars 2011: »Slík rýniskýrsla er nauðsynleg til þess að Ísland geti komið fram með sín samningsmarkmið. Ef við getum það ekki þá er málið stopp, eins og raunin hefur verið síðan í mars 2011.«
Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar var tíundað hver voru þau skilyrði, sem Íslendingar settu fyrir aðild og þar skiptir mestu svo að vitnað sé orðrétt í álitið:
1. Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum.
2. Að tryggja forræði yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi við gerð alþjóðasamninga og hægt er:
Undan þessum skilyrðum gat samninganefnd Íslands ekki vikist og á þessi skilyrði gat Evrópusambandið ekki fallist. Aðildarviðræðunum var því sjálfhætt og það var Evrópusambandinu til sóma að taka af skarið. Í nefndarálitinu frá 2009 er kveðið skýrt á um það, að utanríkisráðherra bæri að skýra Alþingi undanbragðalaust frá gangi aðildarviðræðnanna, - það gerði hann aldrei. Ferlið átti að vera »gagnsætt« eins og nú er í tísku að segja. Sérstaklega ef ekki stendur til að vera hreinskilinn.
Fulltrúar vinstri flokkanna (Birgitta Jónsdóttir sómir sér fullvel í þeim hópi) hafa nú lagt fram tillögu til þingsályktunar þar sem spurt er: »Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?« Í tillögunni ríkir grafarþögn um þau skilyrði, sem áður er vikið að. Þó vita flutningsmennirnir fullvel, að Evrópusambandið er ekki til viðtals um sjávarútvegskaflann nema frá skilyrðunum verði fallið. Nærtækast er að skýra það svo, að það sé vilji flutningsmanna.
Ýmsir hafa gert því skóna, að kröfur okkar í sjávarútvegsmálum skipti ekki svo miklu. Talsmenn Viðreisnar hafa m.a. látið að því liggja. Þá er talað í hálfkveðnum vísum. Það gerðu Ameríkuagentar á sínum tíma og þeir sem blinduðust af roðanum í austri. Fyrirheitna landið finnst ekki nema í hillingum.
Í bók sinni Ár drekans verður Össuri Skarphéðinssyni tíðrætt um makrílinn og kennir honum um, hversu illa gangi aðildarviðræðurnar. Og það er von. Í makrílnum kristallast hversu mikils virði það er okkur Íslendingum að hafa fullt forræði yfir fiskveiðiauðlindinni. Það dæmi hefur verið tekið, að við Íslendingar ættum engar veiðiheimildir í makríl, ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu aldamótaárið 2000 og værum upp á náð Spánverja komnir! Það er vegna þess, að veiðireynsla okkar í makríl var engin.
Útflutningsverðmæti makríls voru röskir 20 milljarðar kr. í fyrra, næst á eftir þorski, og samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra gæti veiðigjald af makríl orðið vel á þriðja milljarð kr. á næsta ári. Það munar um minna!
Ekkert vit er í þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið nema sérstaða Íslands og fyrirvarar liggi skýrt fyrir. Og ef við setjum fram sömu kröfur og áður bregst Evrópusambandið eins við og virðir okkur ekki svars.
Tómas Guðmundsson segir í einu kvæða sinna:
Bræður mínir, sagði ég,
bræður mínir og systur.
Allir þér,
sem eruð viðstaddir,
og einnig þér, sem ekki heyrið orð mín.
Gefið gaum að yðar pokum.
Sleppið ekki sjónum af yðar pokum.
Því sjá!
Dagur dómsins nálgast,
þegar Drottinn sjálfur snýr yður við,
og segir:
Hvað er í pokanum?
Nýjustu færslur
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 34
- Sl. sólarhring: 294
- Sl. viku: 2391
- Frá upphafi: 1165308
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 2046
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.