Leita í fréttum mbl.is

Evran er skammaryrði í Póllandi

Pólverjar eru ekki hrifnir af evrunni. Hún er það óvinsæl að frambjóðendur í forsetakosningum sem fram fara í Póllandi 10. maí næstkomandi nota evruna til að berja hverjir á öðrum.

Þrátt fyrir að Pólverjar séu skuldbundnir til að taka evruna upp samkvæmt samningum við ESB hafa allt að 75% Pólverja verið andvígir því enda er það talið hafa komið í veg fyrir að Pólland lenti í efnahagskreppu líkt og mörg ríki ESB að þeir voru með sinn eigin gjaldmiðil, slótí.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Pólverjar hafa greinilega ekki kynnt sér "de samlede værker" íslenzka spekingsins Árna Páls Árnasonar og hirðar hans, sem heldur því fram, að innganga í ESB og upptaka evru yrði allra hagmeina bót.  Pólverjar fara örugglega nær sannleikanum en APA, enda færir APA náttúrulega engin rök fyrir máli sínu.  Hann trúir þessu bara og hefur gert að helzta máli flokksins síns.  Fékk hann þess vegna rýting í bakið ?

Bjarni Jónsson, 3.4.2015 kl. 13:51

2 Smámynd: Elle_

Er þetta ekki trúmál næstum allra innan þess flokks?  Og guðfaðir trúarinnar ekki Jón B. Hannibalsson? 

Elle_, 3.4.2015 kl. 17:03

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Samkvæmt mælingu gætu 94 % samfylkingarfólks hugsað sér inngöngu í ESB, og Æðsta prest (öldung ?) má kalla Jón Baldvin. 

Hins vegar er samkenndin með Vestrinu ekki meiri en svo, að hér um bil helmingur landsfundarfulltrúa vill, að Ísland hverfi úr NATO.  Ég skal éta hatt Jóns, ef hægt er að benda á annan stjórnmálaflokk í Evrópu, þar sem annar eins geðklofi er á ferðinni. Slíkan flokk kalla ég pólitískt viðrini, enda má túlka tillöguna sem stuðning við stefnu Pútíns í utanríkismálum. 

Bjarni Jónsson, 3.4.2015 kl. 20:23

4 Smámynd: Elle_

Bjarni, þú sleppur næstum örugglega við að éta hatt Jóns.  En ekki er það skárra í brusselska hluta Sjálfstæðisflokksins, ef þeir hafa ekki allir haft vit á að fara.  Í það minnsta botna ég ekkert í þeim. 

Hinsvegar fullyrði ég að yfirgangurinn innan Evrópu sé í Brussel frekar en Rússlandi.

Elle_, 4.4.2015 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 368
  • Sl. sólarhring: 460
  • Sl. viku: 2725
  • Frá upphafi: 1165642

Annað

  • Innlit í dag: 334
  • Innlit sl. viku: 2360
  • Gestir í dag: 325
  • IP-tölur í dag: 321

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband