Leita í fréttum mbl.is

Þeim fjölgar sem vilja draga umsóknina til baka

 

Þeim fjölgar samkvæmt könnun Gallup sem vilja draga umsókn um aðild að ESB til baka. Nú eru það 39% en voru fyrir tveimur mánuðum 35,7%. Á sama tíma fækkar þeim sem eru andvígir afturköllun umsóknar úr 53% í 51%. Þessi þróun er mjög athyglisverð í ljósi þess gegndarlausa áróðurs sem átt hefur sér stað frá Evrópustofu og nokkrum samtökum á vinnumarkaði. 

Það er greinilegt að röksemdsafærsla Heimssýnar og annarra sem hafa bent á að áframhaldandi viðræður merkja áframhaldandi hraða aðlögun að ESB er að slá í gegn. Á hinn bóginn virðist málflutningur aðildarsinna ekki vera að slá í gegn.


mbl.is 51% vildi ekki draga umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þar munar mestu trúverðugleikinn,sannleikurinn,sem Heimsýn og öflugir bloggarar hafa viðað að sér og sent inn á vefinn,með linka í erlend blöð m.a. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2015 kl. 00:45

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Eigum við ekki að kjósa um það hvort halda eigi áfram með umsóknina? Það er lýðræði í allri sinni dýrð. 

Guðlaugur Hermannsson, 8.4.2015 kl. 08:37

3 Smámynd:   Heimssýn

Guðlaugur Hermannsson: Um hvað á kosningin að vera? Á hún að vera um það að setja alveg til hliðar fyrirvarana sem Alþingi setti fyrir umsókninni - sjá hér: 

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1686266/

Og ertu þá sáttur við að áframhaldandi umsókn felur í sér áframhaldandi aðlögun, samanber:

http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1660646/?fb=1 

Heimssýn, 8.4.2015 kl. 15:12

4 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ágæta Heimssýn,

Ég tel að það þjóni aðeins einum tilgangi að halda atkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram með umsóknina. Ég er fylginn því að halda áfram en ég er ekki búinn að taka afstöðu til aðildar. Afstaða mín mun liggja fyrir þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um inngöngu á sér stað. Ég er á báðum áttum um hvort ég vilji fara inn í ESB en ég er fullviss um að ég vil fara áfram með umsóknina. Ég tel að það séu um 80% kjósenda sem vilja halda áfram með umsóknina. En ég tel að þegar allt liggur fyrir um kosti og galla inngöngu þá verði mjótt á munum með með eða á móti. 

Allt tal um að við séum að fara þarna inn sjálfkrafa er hræðsluáróður og ekki nútíma vinnubrögð andstæðinga inngöngu. 

Ég gæti líklega endað sem skoðannabróðir ykkar og kjósi á móti aðild. En ég gef öllum jafnt tækifæri á að taka þátt í lýðræðinu og kjósa um áframhald og svo í lokin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB. 

Ég tel að þið séuð sjálfum ykkur verzt hvað varðar andstöðuna við inngöngu í ESB. Lungann af kjósendum vill vita meira svo þeir geti tekið afstöðu byggða á staðreyndum en ekki neikvæðum né jákvæðum áróðri. 

Guðlaugur Hermannsson, 8.4.2015 kl. 17:27

5 Smámynd:   Heimssýn

Ágæti Guðlaugur.

Þú segir að kjósendur vilji vita meira. Það er gott. Ég held að flestir hefðu gott af því að kynna sér um hvað viðræður snúast - eins og ESB hefur sjálft greint frá. Ef þú hefur ekki þegar kynnt þér þetta þá hvet ég þig til þess:

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/steps-towards-joining/index_en.htm

Sjá hluta textans hér: 

Steps towards joining

The process of joining the EU (accession) broadly consists of 3 stages:

    • When a country is ready it becomes an official candidate for membership – but this does not necessarily mean that formal negotiations have been opened.

    • The candidate moves on to formal membership negotiations, a process that involves the adoption of established EU law, preparations to be in a position to properly apply and enforce it and implementation of judicial, administrative, economic and other reforms necessary for the country to meet the conditions for joining, known as accession criteria.

    • When the negotiations and accompanying reforms have been completed to the satisfaction of both sides, the country can join the EU.

    Hér er þetta á íslensku með sínu lagi: 

    http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1670117/

    Heimssýn, 8.4.2015 kl. 22:56

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Heimssýn

    Heimssýn

    hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

     

    Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


    Nánar um Heimssýn

    Vertu með!

    Frjáls framlög

    Eldri færslur

    Des. 2024
    S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5 6 7
    8 9 10 11 12 13 14
    15 16 17 18 19 20 21
    22 23 24 25 26 27 28
    29 30 31        

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (23.12.): 23
    • Sl. sólarhring: 306
    • Sl. viku: 2442
    • Frá upphafi: 1176500

    Annað

    • Innlit í dag: 23
    • Innlit sl. viku: 2225
    • Gestir í dag: 23
    • IP-tölur í dag: 23

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband