Leita í fréttum mbl.is

Þetta væri ekki hægt ef Ísland væri aðili að ESB

Fríverslunarviðræður hefjast við Kínverja í næstu viku. Það er rétt að halda því til haga af því tilefni að ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu væri slíkt ekki hægt af Íslands hálfu. Eitt af því sem slík aðild hefur í för með sér er að ríki afsala sér sjálfstæðum rétti sínum til að gera milliríkjasamninga til stofnana Evrópusambandsins í Brussel, þ.m.t. fríverslunarsamninga en einnig samninga um skiptingu fiskveiðistofna sem hafa skipt gríðarlegu máli fyrir Íslendinga á undanförnum árum. Oftar en ekki hefur Ísland þurft að semja við Evrópusambandið um þessa stofna sem kallast deilistofnar. Við aðild að sambandinu myndi það sjá um að semja um þá fyrir okkar hönd og þá einkum við  - sig sjálft. 


mbl.is Fríverslunarviðræður hefjast við Kína í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það væri heldur ekki hægt að halda uppi tollamúrum gagnvart erlendum landbúnaði! Eins gott að við séum ekki í ESB, því þá væri hægt að flytja inn ódýr matvæli, og einhvern viðbjóð eins og franska osta eða ítalska parmaskinku.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.4.2007 kl. 02:45

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Við gætum flutt inn landbúnaðarvörur tollfrjálst frá Evrópusambandsríkjum, öðrum sennilega ekki nema í undantekningatilfellum. Það er nú bara stutt síðan Evrópusambandið krafðist þess að við legðum aftur tolla á innflutt grænmeti frá öðrum ríkjum en aðildarríkjum sambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2007 kl. 02:07

3 identicon

Jónas Tryggvi ! Hví flytur þú ekki, í sæluríkið á Brussel völlum ?

Mbk. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 248
  • Sl. sólarhring: 440
  • Sl. viku: 2681
  • Frá upphafi: 1176372

Annað

  • Innlit í dag: 221
  • Innlit sl. viku: 2426
  • Gestir í dag: 214
  • IP-tölur í dag: 207

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband