Leita í fréttum mbl.is

Verkafólk tapar á ESB

neiesb1mai2015Verkafólk hefur víða farið illa út úr aðild sinna landa að ESB. Atvinnuleysið hefur verið að meðaltali á bilinu 10-12 prósent í evru- og ESB-löndunum. Evrusvæðið stendur sig að jafnaði heldur verr en önnur lönd í ESB að þessu leyti. Ein af ástæðum þess að Samfylkingin hefur ekki náð því flugi sem stofnendur hennar vonuðust í upphafi er að hún misreiknaði það hvaða þýðingu ESB og evran hefur fyrir venjulegt verkafólk. Það tapar nefnilega að meðaltali mest á ESB og evrunni eins og sést í Grikklandi, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Írlandi, Eistlandi og víðar. Stjórnsýslu- og embættismannaelítan og ákveðnir hópar í kringum hana tapa minnst.

Forysta ASÍ hefur algjörlega misskilið hlutverk sitt og gert það að köllun sinni að þrýsta Íslendingum inn í ESB og evrusamstarfið. Þessi tengslalausa forysta hefur ekkert umboð til þess frá venjulegu verkafólki á Íslandi að tifa og tönnlast stöðugt á því að Ísland eigi að ganga í ESB og taka upp evru. 

Í gær minnti hópur fólks í tengslum við Heimssýn, Nei við ESB, Herjan og Ísafold á að ekki er heppilegt fyrir Íslendingar að binda trúss sitt við ESB og evruna og tók þátt í fyrsta maí göngunni undir merkjum Nei við ESB.

Það var þörf áminning um það hvað er heppilegt og hvað ekki fyrir verkafólk á Íslandi.

Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar í göngunni og síðan af hluta af okkar fólki eftir gönguna:

neiesb1mai2015_1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

neiesb1mai2015_3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

neiesb1mai2015_2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 311
  • Sl. sólarhring: 366
  • Sl. viku: 2668
  • Frá upphafi: 1182718

Annað

  • Innlit í dag: 278
  • Innlit sl. viku: 2335
  • Gestir í dag: 254
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband