Leita í fréttum mbl.is

Norðmenn vilja losna við EES-samninginn

Norðmenn vilja margir hverjir losna við EES-samninginn. Þetta kom fram í Spegli Ríkisútvarpsins rétt í þessu. Þar var greint frá baráttumálum Norðmanna á fyrsta maí og var ein krafan sú að Norðmenn losuðu sig undan EES-samningnum.

Um þetta sagði Arnar Páll Hauksson, þáttagerðarmaður RUV:

Nei við EES
Í göngunni í Stavanger voru þó nokkur kröfuspjöld um að Noregur segi upp EES samningnum sem Ísland er líka aðili að. Krafan er að hætta í EES og gera þess í stað viðskiptasamninga við Evrópusambandið. Leif Olsen formaður samtakanna Nei til EU í Stavagner sem segja á að séu systursamtök Heimssýnar hér heima sem berst gegn aðild að ESB. Hann segir að í gegnum EES samninginn hafi Noregur neyðst til að taka upp ýmsar tilskipanir frá Evrópusambandinu þó að Normenn hafi í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað aðild að sambandinu. EES samningurinn hafi í raun leitt til laumuaðildar að ESB. Þetta komi víða fram og tilskipanir sem gangi þvert á reglur sem gilda á norskum vinnumarkaði. Hann segir að þegar hafi þrjú sambönd innan Alþýðusambandsins krafist þess að Noregur segi sig frá EES samningnum. Hann telur að krafan eigi fylgi að fagna. Tilskipanir frá ESB hafi meðal annars leitt til þess að erlendir starfsmenn fái ekki greidd laun samkvæmt norskum kjarasamningum.

Leif segist gera sér grein fyrir því að ef Noregur segi upp EES samningnum þýði það endalok samningsins. Evrópusambandið muni eftir sem áður halda áfam viðskiptum við Noreg því sambandið þurfi á norskri framleiðslu að halda. En þá geti Norðmenn samið við Evrópusambandið á jafnréttisgrundvelli svipað og Svisslendingar geri. Hann segist líka gera sér grein fyrir því að ef Norðmenn hætti í EES verði engin samningur lengur fyrir Ísland. Hins vegar geti Íslendingar auðveldlega gert samninga við ESB því eftirspurn eftir fiski verði áfram í Evrópusambandslöndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 318
  • Sl. sólarhring: 360
  • Sl. viku: 2675
  • Frá upphafi: 1182725

Annað

  • Innlit í dag: 284
  • Innlit sl. viku: 2341
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband