Leita í fréttum mbl.is

Efnahagsstjóri ESB vill sameiginleg ríkisfjármál fyrir evrulöndin

PierreMoscoviciFramkvæmdastjóri efnahags- og gjaldmiðilsmála hjá Evrópusambandinu, Pierre Moscovici, telur að evrulöndin verði að sameinast um sameiginleg ríkisfjármál, að minnsta kosti að talsverðu marki, eftir því sem fram kemur í nýlegu viðtali Reuters við hann.

Þetta er ekki ný hugmynd. Áður en evran var tekin upp vöruðu fjölmargir við því að hún myndi aldrei standast til lengdar án sameiginlegra ríkisfjármála evrulandanna. Það er þó enn mikil andstaða við það að færa ríkisfjármála- og skattavaldið í auknum mæli til Brussel. Ýmsir sjá auk þess ýmsa erfiðleika á því að sum ESB-ríkin, evruríkin, hafi sameiginleg ríkisfjármál en önnur ekki.

Pierre Moscovici er félagi í franska sósíalistaflokknum og hefur gegnt embætti fjármálaráðherra og Evrópumálaráðherra í Frakklandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sameiginleg ríkisfjármál, sameiginlegt skattakerfi og sameiginlegur gjaldmiðill hlýtur að vera markmiðið hjá EU. Sem sagt USE. En það tekur sinn tíma, því ekki eftir neinu að bíða.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 1809
  • Frá upphafi: 1183012

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1590
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband