Leita í fréttum mbl.is

Evrópuráðherra Þýskalands: Skiljanlegt að Íslendingar séu ekki hrifnir af ESB

810966BMichael Roth, Evrópumálaráðherra Þýskalands, segir það skiljanlegt að Íslendingar séu ekkert hrifnir af ESB.

Roth sagðist telja í viðtali við mbl.is að það hefði tor­veldað viðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið að „ESB er um þess­ar mund­ir ekki beint í auðveldri stöðu“ í efna­hags- og fé­lags­mál­um. „Í mörg­um lönd­um er at­vinnu­leysi mikið, ekki er búið að yf­ir­vinna krepp­una á fjár­mála­mörkuðum og rík­is­skuldakrepp­una,“ seg­ir hann. „Það hef­ur ör­ugg­lega átt sinn þátt í því að Evr­ópu­sam­bandið kem­ur Íslend­ing­um ekki jafn aðlaðandi fyr­ir sjón­ir og nauðsyn­legt væri.“

Þetta er alveg rétt hjá Roth. Sannleikurinn er hins vegar sá að viðræðurnar við ESB stöðvuðust ekki vegna þess að Íslendingar eru ekkert hrifnir af ESB. Þær stöðvuðust á því að ESB gat ekki fellt sig við þá kröfu Íslendinga að þeir héldu yfirráðum sínum í auðlindamálum, svo sem sjávarútvegsmálum. 

Íslendingar hafa því hafnað ESB á tvennan hátt: Í fyrsta lagi erum við almennt ekkert hrifin af því að Ísland gangi í ESB. Í öðru lagi sættum við okkur alls ekki við að formleg yfirráð yfir auðlindum landsins flytjist til ESB.

Hvað þarf meira til svo að hið undarlega viðræðu- og aðlögunarferli verði stöðvað en að þjóðin sé almennt ekki hrifin af því og alls ekki af því að afhenda formleg yfirráð yfir auðlindum til Brussel?


mbl.is Virða afstöðu stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Þegar ég les þessa frétt að þá sé ég hvergi að íslendingar glati sínum yfirráðum í auðlindamálum.

En það eru 2 ár (vonandi sem allra fyrst) í það að Framsóknarflokkurinn snáfist úr ríksstjórn, þjóðin á betra skilið en þetta...lygar og svik.

Friðrik Friðriksson, 11.5.2015 kl. 20:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyr á endemi!Þú ættir að vita betur eða hversu oft er búið að þylja hér upp Lissabonsáttmálann, sem allar þjóðir sem álpast inn í þetta undarlega samband,verða að gangast undir með heitstrengingum kröftugri en skátaheitið.Það er einn stór munur þar á hugsjón og fégræðgi.Þið þorið ekki að vaða í Sjálfstæðisflokkinn, álítið hann tilkippilegan(v/útafaksturs dela)ef þið skylduð nú hækka ehv. upp úr 10,? Foringjarnir í ríkisstjórninni standa þétt saman,munu hvorki gangast upp í lofi eða lasti,of sterkir persónuleikar.

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2015 kl. 02:52

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Friðrik, það er alveg með eindæmum hvað INNLIMUNARSINNAR geta verið ferkantaðir og miklir leðurhausar.  ÞAÐ STENDUR SVART Á HVÍTU Í RÓMARSÁTTMÁLANUM AÐ AÐILDARRÍKI ESB HAFI 12 SJÓMÍLNA LÖGSÖGU, EFTIR ÞAÐ ER LÖGSAGA LANDSINS SAMEIGINLEG MEÐ ÖLLUM RÍKJUM ESB. Hver ástæðan er fyrir því að INNLIMUNARSINNAR kjósa að ljúga til um þetta atriði, veit ég ekki hver er, kannski það að þeir vita að málstaður þeirra er veikur?  En eitt er víst að EKKI hafa þeir sannleikann neitt í hávegum, þegar þeir reyna að verja stöðu sína.............

Jóhann Elíasson, 12.5.2015 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1793
  • Frá upphafi: 1186400

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1572
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband