Leita í fréttum mbl.is

Höftin eru skilgetið afkvæmi EES-reglna

capitalmovementFjármagnshöftin voru nauðsynleg að mati AGS haustið 2008 og þau voru viðbrögð við afleiðingum gallaðs regluverks á EES-svæðinu.

Gallar regluverksins fólust annars vegar í algjöru frelsi til fjármagnflutninga án tillits til afleiðinganna á hagsveiflur og fjármálastöðugleika aðildarríkjanna. Megingallarnir fyrir okkur Íslendinga fólust þó í því að EES-reglurnar heimiluðu óhefta starfsemi íslenskra banka á öllu EES-svæðinu og óheftan vöxt þeirra sem gerði það að verkum að lítið ríki eins og hið íslenska gat á engan hátt verið bakhjarl fyrir þessa ofvöxnu banka.

Innflæði fjármagns til Íslands, og þar af leiðandi kröfur lánardrottna bankanna og miklar eignir erlendra sparifjáreigenda hér á landi eru því ein afleiðing EES-reglnanna. Höftin voru viðbrögð við því.

Eftir fjármálahrunið hefur verið hugað að því að endurbæta regluverkið á ESB-svæðinu. Sambandið er þó enn að glíma við afleiðingar eigin reglna, samanber Grikklandsvandamálið.

Það er svo annað mál að höftin hafa bæði kosti og galla. Ókosturinn við þau er að einhver fjárfestingartækifæri kunna að hafa farið forgörðum og arður stórfjárfesta kann að vera minni. Óljóst er hve þessi kostnaður er mikill, sérstaklega í ljósi þess að hagvöxtur er með besta móti hér á landi og atvinnuleysi fer dvínandi.

Ábatinn af höftunum er meðal annars sá stöðugleiki sem AGS og íslensk stjórnvöld sóttust eftir fyrir almenning og atvinnulíf með stöðugra gengi, minni verðbólgu, minni skuldaaukningu og meiri atvinnu. Það hefur svo fylgt með í kaupunum að vextir hafa verið mun lægri fyrir ríkissjóð til hagsbóta fyrir alla landsmenn.

Erfitt er að meta þann ábata í tölum og ómögulegt er að segja hvort ábatinn sé meiri en kostnaðurinn.

Það er hins vegar óumdeilt að höftin voru afleiðing af gölluðu regluverki á EES-svæðinu.


mbl.is „Ísland er þorpsfíflið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 91
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 1854
  • Frá upphafi: 1186461

Annað

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 1623
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband