Leita í fréttum mbl.is

Með vasana fulla af evrum á leið til Brussel

gullasniHver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, ókeypis hótel og umslag fullt af evrum í vasann og gæluverkefnastyrki úr sjóðum Evrópusambandsins? Hvers vegna mismunar sendiráð ESB hér á landi þegnum þessa lands og býður aðeins fulltrúum skoðanamótandi elítu þessa lands til veislunnar? Hvers eiga Gvendur og Gunna á Eyrinni að gjalda?

Filippus Makedóníukonungur, faðir Alexanders mikla, sagði að engir borgarmúrar væru það háir að asni klyfjaður gulli kæmist ekki þar yfir.

Að fá frítt far, hótel og umslag með  evrum í vasann

Veit almenningur hér á landi hvað hefur gengið stanslaust á síðustu misseri í utanferðum til Brussel? Ótrúlegur fjöldi, heilar hópferðir sveitarstjórnamanna, starfsmanna bæjarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka og fjölmiðla  hafa streymt í svokallaðar „kynnisferðir“ til Brüssel.

Það er „Sendiráð“ Evrópusambandsins hér á landi sem hefur milligöngu um þessar heimsóknir samkvæmt sérstakri áætlun (European Union Visitors Program). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu „sendiráðsins“ eru þessar heimsóknir  fjármagnaðar af þingi ESB og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þar segir: „ Markmiðið er að auka tengsl og gagnkvæma þekkingu á ESB og viðkomandi landi. Hver heimsókn stendur yfir í 5 til 8 daga og er sniðin að þörfum hvers og eins. ESB greiðir fyrir ferðir og uppihald.“

Og hverjir eru það sem geta tekið þátt og þegið þessi boð? Jú, þeir sem „starfa í stjórnmálum, stjórnsýslu, hjá fjölmiðlum, hagsmunasamtökum eða við fræðastörf.“

Hvað með almenning? Hvað með Gunnu og Gvend á Eyrinni? Af hverju er þeim ekki boðið? Skipta skoðanir óbreyttra þegna Evrópulanda engu máli í höfuðstöðvum ESB í Brussel? 

Og „asninn klyfjaður gulli“ er boðinn velkominn

Og hvað er í boði? Jú, frítt far frá heimastað til Brüssel, ókeypis dvöl á hóteli með morgunmat og nokkur hundruð evrur í eyðslufé, afhentar  í umslagi við komuna til Brüssel. Þekkt eru dæmi um að tilteknir einstaklingar hafi fengið, 340 evrur í vasann, um sem svarar 50 þúsund krónum, fyrir utan allan uppihalds- og ferðakostnaðinn, fyrir fjögurra daga ferð.

Það væri fróðlegt að vita hve mörg hundruð sveitarstjórnarmanna og starfsmanna á þeirra vegum svo og fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa fengið slík boð og þegið jafnvel oftar en einu sinni.

Hversu mörgum gullpeningum hefur ESB varið á Íslandi í þessar lúxusferðir elítunnar - fyrir utan þennan hálfa milljarð króna sem Evrópustofa er að verja hér á landi?

Er það að furða þótt sumir í þessum hópi gráti afturköllun umsóknarinnar að ESB? Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er það furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?

Að gera hreint fyrir sínum dyrum

Það er eðlileg lágmarkskrafa að þeir sem tjá sig og skrifa um áframhald aðlögunarviðræðna við ESB upplýsi hvað þeir og starfsmenn á þeirra vegum hafa fengið í slíkum framlögum frá ESB.

Jafnframt væri fróðlegt að vita  hvort félagsmenn, starfsmenn og stjórnarmenn þeirra samtaka og fyrirtækja sem hafa beitt sér fyrir áframhaldandi aðlögunarferli að ESB og inngöngu í sambandið hafa þegið í slíkum greiðslum. Fjölmiðlafólk er sérstaklega nefnt í „heimsóknaráætlun“ Evrópusambandsins  Kannski ættu þeir líka að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum? Hvað hafa Þorbjörn Þórðarson og aðrir fjölmiðlamenn fengið greitt í ferða- og uppihaldskostnð ásamt evrum í vasann fyrir að þiggja þessi veisluboð?

Er nema von að þetta lið eigi erfitt með að skilja að umsóknin var komin í strand og ferlinu verður ekki haldið áfram nema Alþingi falli fyrst frá þeim fyrirvörum sem settir voru með umsókninni, þar á meðal fullveldi og forræði yfir fiskveiðiauðlindinni.

(Þessi texti er byggður á grein sem Jón Bjarnason ritaði og birt var í Fréttablaðinu í apríl 2014)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hversu mörgum gullpeningum hefur LÍÚ varið í Heimssýn, Moggann og þingmenn stjórnarflokkanna?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2015 kl. 14:03

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Nákvæmlega Haukur.

Jónas Ómar Snorrason, 14.5.2015 kl. 14:47

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það að LÍÚ hefur "sennilega" greitt til andstæðinga ESB, réttlætir þessar mútugreiðslur ESB að mati INNLIMUNARSINNA.  Ekki er nú siðferðið á háu plani hjá þessum "fuglum"........ undecided

Jóhann Elíasson, 14.5.2015 kl. 17:43

4 identicon

Það er nú dálítið annað þegar innlennd fyrirtæki styrkja innlennd frjáls félagasamtök. 
Ætli ESB - sinnar fái ekki gommu frá eigendum froðufyrirtækja og alls konar fulltrúum erlendra kröfuhafa. Fyrir utan allar ölmusurnar fá Evrópusambandinu sjálfu. Þeir þurfa varla að halda hérna félagastarfi. Evrópusambandið dekkar þetta fyrir aðildarsinna t.d. með því að bjóða hinum og þessum útvöldu upp á utanlandsferðir. 

Evrópusambandið hefur líka verið að verzla sér vinsældir með því að styrkja hina og þessa útvalda. Verkefnin eru ótilgreind og nöfn þeirra ekki birt. 

ESB hefur gengið það langt að leggja fé í stjórnmálaflokka, en slíkt er klárlega lögbrot. 

HH (IP-tala skráð) 14.5.2015 kl. 21:38

5 identicon

Gleymdi einu smá atriði varðandi fjárfestingar Evrópusambandsins í vinsældum á Íslandi. Það er nefninlega ekki hægt að búast við því að nokkur fjölmiðill fjalli um málið. Þeir hafa margir þegið upplýsinga/boðsferðir til Brussels, hótelgistingu og dagpeninga. 

HH (IP-tala skráð) 14.5.2015 kl. 21:43

6 identicon

Bara einn brandari hér fyrir svefninn. Ég beindi nýlega þeirri spurningu á vefinn Spyr.is um hver væri heildarkostnaðurinn við umsókn okkar að inngöngu í ESB. Þeir spurðu Utanríkisráðuneytið og svar barst um hæl: 490 milljónir!!!!

Ergó, eins og að reka lítinn leikskóla í nokkur ár, trúverðugt er svarið ekki. Líklegt svar er undir 50 milljörðum, en enginn veit hve mikið þar undir. Gleymið ekki að verg landsframleiðsla okkar var yfir 6000 milljarðar þessi ár sem umsóknin tók svo talan 50 milljarðar er innan við 1% af þeirri tölu, samt var þjóðfélagið undirlagt öll þessi ár af þessari vitleysu, frá Langanesi að Reykjanestá.

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 14.5.2015 kl. 23:11

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað um njósnir ef rétt er,að "almannatenglar" fái greitt fyrir slíka iðju hér.Ætli greiðslur séu gefnar upp til skatts? 

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2015 kl. 00:13

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Varðar það ekki lög að þiggja mútur af þessu tagi????

En það kemur mér ekki á óvart að ESB brýtur allar skráðar og óskráðar reglur um mútur og hvað annað ef það þjónar tilgangi þeirra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.5.2015 kl. 11:33

9 identicon

Reyndar hefur ESB styrkt fjölmörg íslensk ungmenni (stór hluti af ferðakostnað og gistingu) svo þau geti farið til Evrópu og myndað tengsl við evrópsk ungmenni. 

Skoðið það sem Evrópa unga fólksins hefur verið að gera, kynnið ykkur hlutina áður en þið fullyrðið svona af vanþekkingu.

Steinar (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 16:34

10 identicon

Þakka þér fyrir ábendinguna, Steinar.
Vissulega er fólk að tjá sig af ákveðnum þekkingarskorti, og ábending þín um að ESB noti skattfé til að múta ungu fólki er vel þegin, og hjálpar okkur við frekari tjáningu. 

Nú vitum við t.d. að ESB mútar sveitarstjórnarfólki, embættismönnum, blaðamönnum, "álitsgjöfum" og ungu fólki.

Vonandi að fleiri en þú, Steinar, komi fram, og greini nánar frá mútustarfsemi ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 2408
  • Frá upphafi: 1165036

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 2047
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband