Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna María krefst svara um hvenær Evrópustofu verði lokað

JohannaMariaSigmundsdottirJóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og varaformaður Heimssýnar, krefur utanríkisráðherra svara um það hvenær Evrópustofu, sem stækkunardeild ESB fjármagnar og rekur hér á landi, verður formlega lokað og starfsemi hennar lögð niður.

Hefur Jóhanna lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi þess efnis.

Mbl.is greinir fá þessu og enn fremur Eyjan.is.

Stækkunardeild Evrópusambandsins setti á fót þessa áróðursstofu í kjölfar aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Markmið hennar var m.a. sagt vera "vettvangur virkrar umræðu um aðildarumsókn Íslands að ESB, þróunsambandsins og framtíð".

Nú­ver­andi samn­ing­ur um rekst­ur Evr­ópu­stofu renn­ur út í lok ág­úst á þessu ári, en stækk­un­ar­deild Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur eng­in áform um að bjóða út rekst­ur­inn á nýj­an leik, eins og mbl.is greindi frá í byrj­un maí­mánaðar. Um hálfur milljarður króna hefur farið í rekstur Evrópustofu.

Evr­ópu­stofa tók til starfa í upp­hafi árs 2011 í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Rekst­ur henn­ar var boðinn út og var í kjöl­farið samið við ís­lenska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið At­hygli og þýska al­manna­tengsla­fyr­ir­tækið Media Consulta. At­hygli sagði sig frá verk­efn­inu á síðasta ári og var í kjöl­farið öll­um starfs­mönn­um Evr­ópu­stofu sagt upp störf­um. Media Consulta hef­ur síðan séð al­farið um rekst­ur­inn.

Samn­ing­ur­inn um rekst­ur Evr­ópu­stofu var til tveggja ára með fjár­fram­lagi upp á allt að 1,4 millj­ón­ir evra eða rúm­lega 200 millj­ón­ir króna. Sam­kvæmt samn­ingn­um var heim­ilt að fram­lengja hann til tveggja ára. Það er fram á þetta ár. Verði ákveðið að halda rekstri Evr­ópu­stofu áfram þarf því að bjóða verk­efnið út á nýj­an leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært hjá Jóhönnu Maríu! Nú þarf að fylgja þessu eftir.

Jón Valur Jensson, 28.5.2015 kl. 01:09

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það mætti fara að telja upp lögin sem Evrópustofan þ.e. heila batteríið í kring um hana hefir brotið með áróðri sínum fyrir hönd ESB.Hvað skildi hafa valdið því að Evrópustofunni hafi ekki verið lokað þegar allir vissu að hún stóðst ekki lög.???

Valdimar Samúelsson, 28.5.2015 kl. 07:42

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kannski er Evrópustofan launaskrifstofa íslenskra ESB áróðursmanna en þeir eru ekki ófáir hér á landinu. Þeir fá borgað það eitt er víst. 

Valdimar Samúelsson, 28.5.2015 kl. 07:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef sterkan grun um það líka, Valdimar.

Jón Valur Jensson, 29.5.2015 kl. 09:47

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það væri ástæða að rannsaka þetta en ég get ekki séð aðra ástæðu fyrir því að þeir eru látnir óáreyttir. Öll lög um erlendar stofnanir s.s. sendiréð eru brotin af Evrópustofunni. 

Valdimar Samúelsson, 29.5.2015 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 2008
  • Frá upphafi: 1176862

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband