Leita í fréttum mbl.is

Það er blessun að vera fyrir utan ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Sky-fréttastofuna í gær að það hafi skipt sköpum fyrir Íslendinga að standa fyrir utan ESB á meðan við fórum í gegnum hrunið og eftirmál þess. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Við getum borið okkur saman við Grikkland. Ef við hefðum farið að ráðum og kröfum ESB væri ástandið hér á landi mun verra en í Grikklandi. Skattgreiðendur hefðu orðið að taka á sig bróðurpartinn af skuldum einkabankanna og atvinnulífið hefði ekki náð sér upp úr kreppunni með viðlíka hætti og varð með gengisaðlögun eftir hrunið.

Það er blessun fyrir Íslendinga að standa utan ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála það má nefna fleiri lönd til, Írland, Spán, Frakkland og fleiri sem hafa farið illa út úr þessu ESB dæmi, sem og ýmsir erfiðleikar í Finnlandi, Danmörku og fleiri löndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2015 kl. 16:18

2 identicon

Rétt er það. Sigmundur Davíð veit, hvað hann syngur, og hefur hér lög að mæla. Það vitum við og sjáum, sem þykir hag okkar betur borgið utan ESB, andstætt þessum ESB-halelújakór, sem sér ekkert annað en ESB og vill ekki af öðru vita, og finnst ekkert dásamlegra en þetta samband, þótt flest sé á fallanda fæti innan sambandsins, og löndin innan þess séu alls ekki öfundsverð af vistinni þar inni, og við megum því prísa okkur sæl að hafa vit á því að halda okkur sem lengst í burtu frá þessum klúbbi.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 402
  • Sl. sólarhring: 430
  • Sl. viku: 2142
  • Frá upphafi: 1177781

Annað

  • Innlit í dag: 357
  • Innlit sl. viku: 1893
  • Gestir í dag: 323
  • IP-tölur í dag: 320

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband