Leita í fréttum mbl.is

Sigur grísku þjóðarinnar - ósigur ESB

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi í gær er sigur grísku þjóðarinnar gegn óbilgjörnum kröfum lánardrottna og þá ekki síst ESB. AGS hafði þegar viðurkennt að Grikkir myndu ekki geta staðið undir þeim ókjörum sem á þá voru lögð. 

En valdaöflin í ESB heimta eitthvað fyrir sinn snúð. Þau telja sig þurfa að geta sagt að þau hafi náð einhverju fram áður en þau halda áfram að semja við Grikki. Þess vegja heimtar ESB að Varoufakis, hinn skeleggi fjármálaráðherra Grikkja, fari frá - svona svipað og ESB hefur sjálfsagt gert í öðrum tilvikum sem standa okkur nær.

 


mbl.is Óttast ekki áhrif á önnur evruríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Yanis Varoufakis var rekinn strax eftir að fólkið vann. Og svo kalla sumir þjóðirnar innan valdabáknsins (EU) sjálfstæðar, en þeir eru á kafi ofan í stjórnmálunum í þessum 28 löndum. Svipað og þegar Jóni Bjarnasyni var kastað af Jóhönnu og Steingrími fyrir það.

En ætlaði ekki Steingrímur að verða næsti fjármálaráðherra Grikklands?

Elle_, 6.7.2015 kl. 23:38

2 Smámynd: Elle_

Og það var enn skrýtnara að við vorum ekki einu sinni 1 af þjóðunum 28 þar inni.

Elle_, 6.7.2015 kl. 23:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Grímulaust einræði hjá þessu "lýðræðiselskandi" ESB

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2015 kl. 07:52

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Því miður fór SJS ekki til Grikklands á sínum tíma, Elle. Hefði verið gott fyrir okkur Íslendinga, en engu breytt fyrir Grikki.

Annars er nokkuð gaman að fylgjast með þessu máli, þó vissulega sé það skelfilegt. Gamanið liggur fyrst og fremst í því að fylgjast með stjórnmálaforingjum annarra evruríkja. Lýðræðið kom þeim í opna skjöldu og nú vita þeir ekki í hvorn fótinn skal stíga.

Allir gera sér grein fyrir því að ekkert evruríki og ekki heldur EUB, getur tekið við þeim skelli sem gjaldþrot Grikklands leiðir ef sér. Jafnvel Þýskaland, sem mergsogið hefur ESB frá því evran var tekin upp, hefur enga burði til að hjálpa sínum bönkum, verði Grikkland gert gjaldþrota. Skuldir Grikkja í þessum bönkum eru einfaldlega svo yfirgengilegar.

Því mun gjaldþrot Grikkja valda gjaldþroti flestra evruríkja, jafnvel Þýskalandi. 

Grikkjum er hins vegar vorkunn, veruleg vorkunn. Þeir hafa orðið leiksoppar fjármálaaflanna sem stjórna ESB. Ástandið þar er líkast því að heljar styrjöld hafi geisað í landinu, jafnvel þó engu skoti hafi verið hleypt af.

Það er því upp á allar þjóðir hins vestræna heims að koma Grikkjum til hjálpar. En fyrsta þurfa þeir að slíta tengslin við ESB, svo tryggt sé að sú aðstoð fari til Grikkja sjálfra, en ekki til banka innan annarra evruríkja. 

Gunnar Heiðarsson, 7.7.2015 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 150
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 2519
  • Frá upphafi: 1165147

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 2148
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband