Leita í fréttum mbl.is

Afturbatafantur skammar flagð undir fögru ....

neiesb1mai2015Oft hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið skammaður fyrir fantaskap gagnvart ríkjum í efnahagslegum vandræðum. Nú ber svo við að AGS húðskammar leiðtoga ESB fyrir efnahagslegar þvinganir og fantaskap gagnvart grísku þjóðinni. AGS segir Grikki ekki geta staðið undir þeim byrðum sem ESB vill leggja á þá.

Markaðsmistök vegna evrunnar, undarleg stjórnsýsla ESB, óráðsía grískra stjórnvalda, almenn spilling og græðgi fjárglæframanna hefur komið Grikklandi í þá stöðu sem það er.

Grískur almenningur blæðir fyrir vikið. Fréttastofa útvarpsins skýrir svo frá:

 

AGS gagnrýnir evruhópinn harðlega

 
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (AGS) gagnrýnir harðlega það samkomulag sem leiðtogar og fjármálaráðherrar evruríkjanna þvinguðu grísku stjórnina til að samþykkja á mánudag. Gagnrýni AGS er vatn á myllu þeirra sem hafna vilja samkomulaginu.
 

Í nýrri úttekt greiningardeildar sjóðsins á samkomulaginu kemur fram að atburðarás síðustu tveggja vikna hafi gert illt efnahagsástand í Grikklandi mun verra og enn eigi eftir að syrta í álinn. Á næstu tveimur árum muni skuldir gríska ríkisins vaxa og nema allt að 200% af landsframleiðslu. Áður gerði sjóðurinn ráð fyrir að hámarkinu hefði verið náð í fyrra, þegar skuldirnar námu 177% af landsframleiðslu.

Í spá Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um þróun skuldamála Grikklands, sem birt var fyrir tveimur vikum, er ennfremur gert ráð fyrir því að skuldir gríska ríkisins muni nema 142% af landsframleiðslu árið 2022, en nú er gert ráð fyrir að þær muni nema 170% af landsframleiðslu það ár.

Nokkrar af meginforsendum samkomulagsins eru einnig dregnar mjög í efa. Telja sérfræðingar sjóðsins afar óraunhæft að ganga út frá því að 3,5% tekjuafgangur verði á ríkisrekstrinum gríska næstu ár og áratugi. Einnig þykir vafasamt að gera ráð fyrir því að framleiðni breytist úr því að vera ein sú lægsta sem þekkist á evrusvæðinu í það að verða með því hæsta sem gerist, og ekki síður því, að umbætur í bankakerfinu geti orðið með þeim hætti og skilað þeim árangri sem ætlast er til.

Aðeins ein leið er fær til að gera Grikkjum kleift að standa undir skuldabyrði sinni, að mati sjóðsins, og hún felist í því að létta þá byrði umtalsvert og dreifa greiðslunum af því sem eftir stendur á mun lengri tíma en nú er kveðið á um. Þetta er sú leið sem stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins lagði til þegar hún birti spár sínar um framhaldið fyrir hálfum mánuði.

Harðlínustefna evruhópsins, með Þjóðverja og Finna fremsta í flokki, gerir hins vegar ekki ráð fyrir neinum skuldaniðurfellingum og ein helsta forsenda samkomulagsins er sú krafa evruhópsins, að Grikkir taki meiri lán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Gallinn er hins vegar sá að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kærir sig ekki um að koma að neinum frekari björgunaraðgerðum nema evruhópurinn lýsi sig reiðubúinn til mikilla afskrifta. Upp er því komin ákveðin pattstaða, þar sem tveir af þremur stærstu lánardrottnum Grikkja virðast algjörlega ósammála um hvaða leið beri að fara út úr vandanum sem við blasir. 

Grískir þingmenn, og þá sérstaklega þingmenn Syriza og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn, hafa lengi haldið því fram að Grikkir þurfi fremur á niðurfellingu skulda að halda en enn meiri og harðari aðhaldsaðgerðum. Tsipras sjálfur er þar ekki undanskilinn, en hann sagðist hafa samþykkt tilboð evruhópsins nauðbeygður. Þessi greining AGS á samkomulaginu mun því ekki auðvelda Tsipras róðurinn á þinginu í dag, þar sem hann verður í þeirri óvenjulegu og erfiðu stöðu að þurfa að mæla fyrir sársaukafullum aðhaldsaðgerðum sem einn af stóru lánardrottnunum þremur gerir kröfu um en annar fordæmir - og hann er sjálfur andvígur í raun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er öllum augljóst, að Grikkir geta ekki staðið undir þessu og hvað verður þá???????

Jóhann Elíasson, 15.7.2015 kl. 13:35

2 Smámynd:   Heimssýn

Það er nú spurningin. Ætli ekki komi þá til nýrra umræðna um björgunaraðgerðir til að byrja með, ja, nema þeim verði sett einhvers konar tilsjónarstjórn frá ESB?

Heimssýn, 15.7.2015 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 498
  • Sl. viku: 2540
  • Frá upphafi: 1166300

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2177
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband