Leita í fréttum mbl.is

Þorvaldur Gylfason vonsvikinn með ESB og evruna

thorvaldurÞorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag. Þar fer hann hörðum orðum um stjórn ESB og leiðtoga evrusvæðisins í málefnum Grikklands og greinir meðal annars frá þeim markaðsmistökum evrunnar þegar Grikkir fengu evrulán á allt of hagstæðum kjörum. 

Í greininni segir Þorvaldur meðal annars (þetta er stytt en greinina í heild má sjá í Fréttablaðinu):  

Samábyrgð ESB

Fráleitt væri að halda því fram að Grikkir beri enga ábyrgð á óförum sínum. ... Ábyrgðin liggur þó víðar. Þjóðverjum, Frökkum og öðrum forustuþjóðum ESB bar að bregðast við óskum grískra kjósenda um hraðferð inn í meginstraum evrópskra stjórnmála með því að veita grískum stjórnvöldum aðhald. ... ESB hefði með lagni átt að beina Grikklandi inn á rétta braut en gerði það ekki. ... En ESB á að geta haft fleiri bolta en einn á lofti í einu. Þarna brást Þjóðverjum og Frökkum bogalistin. Við bættist að ESB sá ekkert athugavert við ótæpilegar lánveitingar þýzkra og franskra banka til Grikklands eins og enginn væri morgundagurinn. ESB svaf á verðinum  ... Alvarlegasta skyssa Þjóðverja var þó sú að þýzka stjórnin tók forustu fyrir þríeyki ESB, AGS og Seðlabanka Evrópu í samningum við Grikkland um lausn á skuldavanda landsins og beitti mikilli hörku. AGS varaði við afleiðingum of mikils niðurskurðar í ríkisfjármálum úr því að ekki var hægt að bregðast við niðurskurðinum með vaxtalækkun til mótvægis þar eð Grikkland er evruland, en Þjóðverjar féllust ekki á röksemdir sjóðsins. .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 498
  • Sl. viku: 2540
  • Frá upphafi: 1166300

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2177
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband