Leita í fréttum mbl.is

10 ástæður fyrir Dani til að viðhalda undanþágum frá réttar- og löggæslureglum ESB

LaveBrochTilkynnt hefur verið um þjóðaratkvæðagreiðslu um þær undantekningar sem Danir hafa haft frá lögum ESB 3. desember á þessu ári. Kosningarnar snúast um það hvort veita eigi ESB aukin völd á sviði löggæslumála, refsimála, eftirlits með samfélagsþegnum og er varðar framsal danskra ríkisborgara til annarra landa. 

Lave K. Broch, fyrsti varafulltrúi dönsku þjóðarhreyfingarinnar gegn aðild að ESB til þings ESB skrifar nýverið um þetta á bloggi sínu. Þar rekur hann 10 ástæður þess að Danir ættu halda þeim undanþágum sem þeir hafa frá regluverki ESB. Ástæðurnar eru þessar (sjá nánar á bloggsíðu Lave K. Broch):

1. Undanþágurnar auka lýðræði í Danmörku. Þannig er hægt að láta stjórnmálamenn í Danmörku svara til ábyrgðar.

2. Án undanþáganna gæti framkvæmdastjórn ESB fengið einokun á því að leggja til lagabreytingar á tilteknum sviðum.

3. Láti Danir frá sér vald á þessu sviði til ESB verður það ekki aftur tekið. Það yrði óafturkræf aðgerð.

4. Án undanþáganna yrði æðsta vald í mörgum löggæslumálefnum flutt til Brussel.

5. Án undanþáganna gæti ESB ákveðið hvernig fylgst er með íbúum í Danmörku.

6. Undanþágurnar tryggja að Danir hafa sjálfir yfirsýn og ákvörðunarrétt varðandi varnir og viðbrögð gegn hryðjuverkum. 

7. Undanþágurnar tryggja að Danir hafi sjálfir úrslitaorðið varðandi refsirétt í Danmörku.

8. ESB á ekki að ákveða hvaða reglum skuli fylgt við framsal danskra ríkisborgara.

9. Danmörk á ekki að verða að hlutaríki í stórríki ESB.

10. Það er hægt að eiga í alþjóðlegri samvinnu án þess að gefa eftir fullveldið.

Sjá nánar á bloggsíðu Lave K. Broch.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Ég er algjörlega sammála Broch. Og ég hef fullt traust til að meirihluti danskra kjósenda líti málið á sama veg.

Aztec, 28.8.2015 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 261
  • Sl. sólarhring: 380
  • Sl. viku: 2741
  • Frá upphafi: 1164948

Annað

  • Innlit í dag: 226
  • Innlit sl. viku: 2355
  • Gestir í dag: 210
  • IP-tölur í dag: 209

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband