Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar eru á móti fantaskap!

Íslendingar hafa alltaf verið á móti því að ganga í Evrópusambandið. Eina undantekningin var þegar einhverjir fengu hland fyrir hjartað í bankakreppunni þarna um árið og héldu að það eina sem gæti bjargað sálartetri þeirra væri stóri bróðir í ESB. Þessi svokallaði stóri bróðir var samt á sama tíma að pína Íslendinga eins og illa innrættur krakki sem kvelur köngurló með því að tína af henni lappirnar. ESB vildi tína spjarirnar af íslenskum almúga og láta hann borga sukkið í kringum bankana, s.s Icesave, líkt og bandalagið píndi Íra til að taka á sig skuldir fjármálaaflanna. Helvítis fantarnir!

Er nema von að Íslendingar vilji ekki vera í þessu kompaníi! Stór meirihluti þjóðarinnar hafnar því stöðugt í skoðanakönnunum að taka þátt í þessari vitleysu - eins og álímd frétt úr Mogganum ber með sér en hún segir að samkvæmt skoðanakönnunarfyrirtækjunum Gallupi, MMR, Maskínu, og ég veit ekki hvað, hafi fleiri Íslendingar verið á móti en með inngöngu í sex ár - eða frá því nokkrir fengu hland fyrir hjartað þarna í hruninu.

En það eru svo sem ennþá nokkrir með hland fyrir hjartað og halda að ESB geti bjargað þeim; til dæmis þeir sem styðja ESB vegna þess að þeir eru svo assskoti hræddir um að Golfstraumurinn fari að beygja af leið þannig að þeim verði kalt á tánum. Það lið er búið að gleyma þvi að bestu og hlýjustu ullarsokkar í heimi eru framleiddir á Íslandi!

Nei. Íslendingar fyrirlíta fanta. Þeir hafa svo sem umborið aumingjaskap í gegnum aldirnar en ef aumingjarnir hefðu fengið að ráða væru Íslendingar fyrir löngu útdauðir!


mbl.is Fleiri á móti í sex ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2112
  • Frá upphafi: 1188248

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1922
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband