Leita í fréttum mbl.is

ESB-umsóknin er steindauð, segir Bjarni Ben

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali á Sprengissandi Bylgjunnar rétt í þessu að ESB-umsóknin væri steindauð og að það væri enginn að tala um að halda viðræðum við ESB áfram. Engum flokki dytti í hug að hefja slíkar viðræður án þess að spyrja þjóðina fyrst.

Bjarni sagði auk þess að það hefði enginn áhuga á aðild að Evrópusambandinu í dag. Það væri búið að loka Evrópustofu og það væru önnur mál brýnni í dag. Bjarni hafði heldur ekki neinn áhuga á evrunni og sagði að það væri verið að vinna að því að styrkja hag Íslendinga með núverandi gjaldmiðil og með bættri hagstjórn, svo sem með nýjum fjármálareglum og bættum aga við hagstjórn.

Bjarni sagði einnig að það að hafa eigin gjaldmiðil hafi verið okkar björgunarhringur eftir hrunið. Við hefðum náð aðlögun og samkeppnisforskoti á aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 524
  • Sl. viku: 2387
  • Frá upphafi: 1188757

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband