Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll Árnason á fundi međ Heimssýn

arnipallÁrni Páll Árnason,  formađur Samfylkingarinnar, er sérstakur gestur á opnum stjórnarfundi í Heimssýn, hreyfingu sjálfstćđissinna í Evrópumálum annađ kvöld klukkan 20:00 á Hótel Sögu í Reykjavík.

Heimssýn mun í haust bjóđa formönnum stjórnmálaflokkanna á Alţingi ađ koma á stjórnar- og félagsfundi samtakanna  og gera grein fyrir stefnu sinni og áherslum í Evrópusambandsmálum. Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar, er fyrstur til ađ ţiggja ţetta bođ.

Heimssýn er ţverpólitísk hreyfing ţeirra  sem  telja hagsmunum Íslendinga best borgiđ međ ţví ađ halda áfram ađ vera sjálfstćđ ţjóđ utan Evrópusambandsins. Stjórn hreyfingarinnar telur ţó mikilvćgt ađ ţekkja sem best stefnur og áherslur einstakra stjórnmálaflokka  á Alţingi í Evrópusambandsmálum á hverjum tíma og ekki hvađ síst hjá ţeim flokki sem hefur veriđ fremstur međal ţeirra sem vilja nálgast Evrópusambandiđ. Heimssýn hefur áréttađ ađ ţađ sé hagsmunum Íslands fyrir bestu ađ umsóknin um ađild verđi dregin tryggilega til baka og ađ ţađ sé í samrćmi viđ stefnu núverandi stjórnarflokka.

Undanfariđ hefur veriđ deilt um stöđu  umsóknarinnar um ađild ađ ESB frá 2009.  Ţađ eru ýmsar spurningar sem hafa vaknađ í ţessu samhengi:

  • Er umsóknin bara stopp á međan núverandi ríkisstjórn situr?
  • Hvađ ţýđa bréfaskipti utanríkisráđherra og Evrópusambandsins um stöđu umsóknarinnar?
  • Hefur umsóknin veriđ afdráttarlaust afturkölluđ eins og gefin voru fyrirheit um?
  • Er umsóknin algjörlega dauđ eins og sumir hafa haldiđ fram?
  • Mun ríkisstjórnin ađhafast eitthvađ frekar og stađfesta međ óyggjandi hćtti andlát  hennar?
  • Getur nćsta ríkisstjórn tekiđ upp umsóknina og haldiđ áfram ţar sem frá var horfiđ, ef henni sýnist svo?

Samfylkingin sendi bréf til Brüssel  til ţess ađ túlka stöđu umsóknarinnar af hennar hálfu og núverandi stjórnarandstađa á Alţingi sameinađist í tillöguflutningi í  ESB -málinu sl. vetur.  Hvert verđur framhaldiđ af ţeirra hálfu á Alţingi í vetur?

Á fundum Heimssýnar međ forystumönnum flokkanna í haust gefst tćkifćri til ţess ađ spyrja ţá um ţessi atriđi og margt fleira.

Fyrstur til ađ koma á fund Heimssýnar er Árni Páll Árnason formađur Samfylkingarinnar, stćrsta stjórnarandstöđuflokksins á ţingi, en Samfylkingin hefur haft umsókn og ađild Íslands ađ ESB sem eitt af helstu stefnumálum sínum.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum í Heimssýn og stuđningsfólki. Mćtum og hlýđum á ţađ sem Árni Páll hefur fram ađ fćra og tökum svo ţátt í umrćđum.

 Stjórnin


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 2110
  • Frá upphafi: 1188246

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1920
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband