Leita í fréttum mbl.is

Hefur Ólafur Ragnar rétt fyrir sér um Evrópusambandsferlið?

olafur-ragnar-aramot-2008Það dylst engum að herra Ólafur Ragnar Grímson, forseti Íslands, vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hann virðist auk þess telja að mun minni hætta sé á því að knúið verði á um inngöngu Íslands í sambandið á þessu kjörtímabili eða því næsta heldur en var á síðasta kjörtímabili. Ástæðan er meðal annars sú að allir stjórnmálaflokkar hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu ef hefja eigi inngönguferlið að nýju.

Ólafur Ragnar komst svo að orðið í viðtali við Sigurjón Magnús Egilsson í þættinum Á Sprengisandi á bylgjunni í morgun:

„Varðandi Evrópusambandið þá er alveg ljóst að Ísland er ekki lengur umsóknarland,“ segir Ólafur Ragnar. „Og allir flokkar segja að ef það á að hefja þá vegferð á nýjan leik, þá þurfi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort að það eigi að halda því áfram. Þannig að það er með engum hætti hægt að segja að það sé samskonar óvissa núna eins og var 2012.“ (Þetta er tekið af RUV.is).

Hér má spyrja að því hvort það sé nú alveg ljóst að Ísland sé ekki lengur umsóknarland? Það hafa ýmsir dregið það í efa. Og í hvaða skilningi er óvissan minni? Að því leyti að leitað verði til þjóðarinnar áður en hafist verði handa að nýju? Eru ekki töluverðar líkur á því að reynt verði til þrautar að klára aðildarsamning við ESB með þeim aðlögunum sem því fylgir?

Það getur margt gerst í stjórnmálum fram að næstu þingkosningum en væri kosið nú er ljóst að stjórnarflokkarnir myndu tapa og við slíkar aðstæður væru talsverðar líkur á að stjórnarandstöðuflokkarnir myndu mynda stjórn og að eitt af stjórnarmálunum yrði væntanlega að spyrja þjóðina hvort hún vildi ekki klára aðlögunarviðræðurnar. Þótt tryggur meirihluti þjóðarinnar sé á móti aðild er vel hugsanlegt að meirihluti hennar myndi vilja halda áfram að kíkja í þann opna pakka sem ESB er með því aðlögunarferli sem því fylgir. Þá værum við aftur kominn á þá braut sem ýmist hefur verið kennd við koníaksmeðferð, ostaskera eða tannhjólshak; enn sopa í einu, eina sneið í einu eða eitt hak í einu þar til þjóðin er orðin háð koníakinu, búin að innbyrða allan ostinn eða tannhjólið hefur farið óafturkræfan hring.

Það væri óskandi að sú mynd sem Ólafur Ragnar er að reyna að draga upp af stöðunni sé rétt. 

En við getum ekki treyst á það og haldið að málið sé í höfn. Það er svo langt því frá. Þess vegna verðum við að halda vöku okkar - og varast að verða fyrir of miklum áhrifum af þeim sem smám saman þreytast í því að standa í lappirnar í málinu.

Jafnvel þótt auknar líkur séu á því að Bretar muni yfirgefa Evrópusambandið og jafnvel þótt ýmsir spái endalokum ESB vegna þeirra vandræða sem ríki sambandsins hafa ratað í vegna efnahagsöngveitis síðustu ár og flóttamannastraums nú og á næstunni þá er engin ástæða til þess fyrir okkur sem viljum ekki sjá Ísland lúta forræði ESB að slaka á. 

Nú sem aldrei fyrr er ástæða til þess að halda vöku okkar og vera á varðbergi.


mbl.is Tilkynnir um framboð í nýársávarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evrópusambandið hefur fjarlægt Ísland af lista yfir "umssóknarríki" á öllum stöðum þar sem slíkt er að finna á vefsíðum sambandsins. Augljóslega hefði sú breyting ekki verið gerð, nema vegna þess að Ísland er ekki lengur "umsóknarríki". Þar með er það staðfest.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2015 kl. 19:56

2 Smámynd:   Heimssýn

Þakka þér fyrir þessa ábendingu, eða öllu heldur staðfestingu, Guðmundur.

Heimssýn, 11.10.2015 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 2421
  • Frá upphafi: 1176479

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 2204
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband