Leita í fréttum mbl.is

ESB heldur hag aðldarþjóðanna niðri að sögn Junckers

Eins og meðfylgjandi frétt ber með sér er framtíðarsýn Jean-Claude Junckers, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sú að ESB muni dragast aftur úr öðrum heimshlutum hvað hagþróun varðar. Ástæðurnar eru innri mótsetningar innan ESB, milli ríkja og hópa. 

Lesendur eru hvattir til að lesa meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins.

 

Evr­ópu­sam­bandið stend­ur frammi fyr­ir efna­hags­legri hnign­un til lengri tíma litið og áfram­hald­andi samrunaþróun inn­an sam­bands­ins er í hættu. Þetta sagði Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í ræðu sem hann flutti ný­verið í Madrid, höfuðborg Spán­ar, um framtíðar­horf­ur sam­bands­ins. Þetta kem­ur fram í dag áfrétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

„Efna­hags­lega horf­um við fram á enda­lok dýrðardaga Evr­ópu­sam­bands­ins sam­an­borið við það sem aðrir eru að gera,“ sagði Juncker og vísaði til annarra efna­hags­svæða og ríkja í heim­in­um. Draum­ur­inn um sam­einaða Evr­ópu væri í hættu vegna deilna á grund­velli þjóðern­is og aðskilnaðar­hreyf­inga. „Evr­ópu­sam­band­inu geng­ur ekki sér­lega vel og við verðum að sjá til þess að haldið verði lífi í metnaðarfull­um mark­miðum sam­bands­ins, von­um þess og draum­um.“

Juncker benti á að hlut­deild Evr­ópu­sam­bands­ins í lands­fram­leiðslu á heimsvísu yrði brátt ein­ung­is 15% á meðan 80% hag­vaxt­ar yrði í ríkj­um utan sam­bands­ins. Fram kem­ur í frétt­inni að meðal­ald­ur íbúa ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins verði sí­fellt hærri og íbú­um þeirra fækki að sama skapi stöðugt. Þannig sé hlut­fall Evr­ópu­búa 7% af jarðarbú­um í dag sam­an­borið við 20% fyr­ir öld og gætu orðið ein­ung­is 4% í lok þess­ar­ar ald­ar.

„Lýðfræðileg staða okk­ar hef­ur veikst og verður þannig áfram,“ sagði Juncker. Þessi staða und­ir­strikaði nauðsyn þess að ríki Evr­ópu­sam­bands­ins stæðu sam­an. Réttu viðbrögðin við þess­ari stöðu væru ekki að skipt­ast í fylk­ing­ar á for­send­um þjóðern­is.


mbl.is Dýrðardagar ESB á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 1740
  • Frá upphafi: 1176913

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1578
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband