Leita í fréttum mbl.is

Styrmir krefst gegnsæis og þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB-málinu

styrmirStyrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins til áratuga, segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi lagt blessun sína yfir algerlega ófullnægjandi afgreiðslu núverandi ríkisstjórnar á ESB-málinu. Því sé tímabært fyrir andstæðinga aðildar Íslands að ESB að átta sig á framhaldinu.

Styrmir segir að tvennt virðist blasa við:

Í fyrsta lagi er eðlilegt að sú krafa verði sett fram, að ríkisstjórnin upplýsi nákvæmlega um  samskipti og samráð milli utanríkisráðherra og forráðamanna ESB áður en hann sendi bréf sitt í marz, við hvaða svari var búizt og hvers vegna annað svar kom en sagt hafði verið frá á ríkisstjórnarfundi. Ennfremur hvort og þá hvaða samskipti fóru fram í kjölfar þess að annað svar kom frá ESB en búizt var við

Ennfremur verði upplýst frekar um efni samtala Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra við forráðamenn ESB sl.sumar.

Auðvitað er eðlilegt að þessar spurningar séu bornar fram á Alþingi en nú háttar svo til aðþað er orðið sameiginlegt hagsmunamál stjórnarflokka og stjórnarandstöðuað láta málið liggja og hreyfa ekki við því. Þess vegna má nokkurn veginn ganga út frá því sem vísu, að hvorki þingmenn stjórnarflokka né þingmenn hinna hefðbundnu stjórnarandstöðuflokka á Alþingi beri fram slíka fyrirspurn.

En hvað um stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum - Pírata?Gagnsæi í stjórnsýslu er eitt helzta baráttumál þeirra í stjórnmálum. Hvers vegna bera þingmenn Pírata ekki þessar spurningar fram á Alþingi til utanríkisráðherra og forsætisráðherra?

Til umhugsunar fyrir þingmenn Pírata.

Í öðru lagi er ljóst, þrátt fyrir það, sem á undan er gengið, að ríkisstjórnin á enn einaleið til þess að geta horfzt í augu við kjósendur eftir eitt og hálft ár. Hún getur staðið við fyrirheitið um aðkomu þjóðarinnar að málinu. Hún getur efnt tilþjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2016 um spurninguna af eða á, vilja Íslendingar ganga í Evrópusambandið eða ekki.

Með því að efna til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu gætu frambjóðendur stjórnarflokkannahorft í augun á kjósendum sínum.

Annars ekki. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 285
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 2035
  • Frá upphafi: 1183892

Annað

  • Innlit í dag: 238
  • Innlit sl. viku: 1764
  • Gestir í dag: 232
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband