Leita í fréttum mbl.is

Íslenskur diplómati fékk nóg af Brussel og þjónkun við stórveldi álfunnar

Stundin birtir athyglistvert viðtal við Einar Hannesson lögfræðing sem gerðist sendifulltrúi fyrir Ísland í Brussel á sviði samgöngu-, fjarskipta- og ferðamála. Fyrst fannst honum auðvitað gaman að kynnast Brussel og sinna nýjum verkefnum. Ljóminn fór þó fljótt af verunni í ESB-borginni og honum fannst skriffinnskan aðallega snúast um að sinna hagsmunum stórveldis en ekki að þjóna hagsmunum almennings.

Sjón er sögu ríkari. Hér er hluti af viðtalinu við Einar í Stundinni endurbirtur:

Mér var svo árið 2002 sparkað upp í að verða diplómati fyrir Ísland á sviði samgöngu-, fjarskipta- og ferðamála. Ég flutti þá til Brussel og var í því starfi í eitt og hálft ár. Ég hætti þá að vinna fyrir íslenska ríkið en mér tókst að láta Eftirlitstofnun EFTA ráða mig eftir samkeppnis- og umsóknarferli. Það var mikið ævinýri að vera í Brussel sérstaklega framan af en svo fannst mér ljóminn aðeins vera farinn af þessu undir lokin. Þetta er sérstakur heimur og hálfgerð bóla. Teknar eru mikilvægar ákvarðanir um framtíð álfunnar í Brussel sem er skemmtileg borg til að búa í. Ég fékk hins vegar nóg. Ég fór aldrei að vinna hjá ríkinu til að verða skriffinni heldur til að þjóna almenningi. Þetta er svo mikið kerfi og hlutirnir gerast svo hægt og maður sér ekki nógu mikinn árangur erfiðisins þannig að þetta varð í staðinn spurning um þægilegt líf og vel borgaða innivinnu. 

Manni finnst Evrópusambandið ekki vera að þróast í rétta átt og þess vegna fannst mér þetta frústrerandi. Ég skynjaði ákveðna breytingu á ESB frá því að vera bandalag um aukið frjálsræði í atvinnulífinu og fyrir fólkið – þessi fjórfrelsisprinsípp sem eru gríðarlega góð – en þetta var farið að þróast út í einhverja stórveldisdrauma Frakka um heimsyfirráð. Þetta voru eins og margir feitir kettir sem vildu bjór, góðar máltíðir og hátt kaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og þetta var 2002.  Síðan hefur það æ versnað. 

Nú heyrist að meðlimir séu komnir á flótta úr flokkinum sem var alltaf á útleið en komst aldrei þar sem þjóðin í heild hafði vitið fyrir þeim og neiti ekki að nota hjálp þeirra við að troða okkur þangað.  Einn þeirra hafi gerst nýpírati.  Kannski einhverjir þeirra komist í innikattaembætti í Brussel um heimssyfirráð með flóttaleiðinni?  Varla komast þau þangað í gegnum pínulitla Bennaflokkinn. 

Elle_, 15.11.2015 kl. 14:02

2 Smámynd: Elle_

Neiti að nota hjálp þeirra.

Elle_, 15.11.2015 kl. 14:03

3 identicon

En hvað ég skil hann. Það hlýtur að hafa verið hreinasta martröð að vinna við þessi skilyrði.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 35
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 2542
  • Frá upphafi: 1166302

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2179
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband