Leita í fréttum mbl.is

Krugman kennir Þorvaldi Gylfasyni undirstöðuatriði í hagfræði

thorvaldurÞorvaldur Gylfason hefur að jafnaði forðast efnhagsleg rök fyrir upptöku evrunnar. Honum hefur, að minnsta kosti innlands, verið tamara að nota pólitísk rök, því hann er jú hagfræðingur sjálfur. Hugsanlega er þetta vegna pólitísks uppeldis hans. Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur rekist á skrif Þorvaldar þar sem hann ber m.a. saman reynslu Íra og Íslendinga af fjármálakreppunni. Krugman bendir á að Þorvaldur gleymi eða geri lítið úr einu mikilvægasta atriðinu þegar lönd eru borin saman með þessum hætt, þ.e. atvinnu og atvinnuleysi.

Það er alveg merkilegt með þessa krata, sem í öðru orðinu segjast berjast fyrir hagsmunum hins vinnandi fólks, að það skuli jafnan gera lítið úr því hvernig evran hefur leikið atvinnulíf jaðarsvæða ESB grátt.

Kannski Þorvaldur sjái ljósið fyrst vinur hans, Nóbelsverðlaunahafinn, heldur á því.

Það skal minnt á í þessu samhengi að það er ekki bara verið að tala um að atvinnuleysið er miklu meira á Írlandi en Íslandi heldur fremur um að atvinnuástandið hafi batnað fyrr og betur á Íslandi, þökk sé krónunni (eða síðar og verr á Írlandi vegna evrunnar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann Þorvaldur Gylfason er ekki Krati af gamla skólanum heldur gerðist hann LANDRÁÐFYLKINGARMAÐUR og seinna meir held ég að hann hafi gengið til liðs við DÖGUNAR-samkrullið, sem ég held að enginn viti hvar stendur í einu eða neinu.

Jóhann Elíasson, 1.12.2015 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 429
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 2267
  • Frá upphafi: 1187494

Annað

  • Innlit í dag: 396
  • Innlit sl. viku: 2016
  • Gestir í dag: 373
  • IP-tölur í dag: 365

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband