Leita í fréttum mbl.is

Norðmenn vilja alls ekki ganga í ESB

norski_faninnEnn og aftur sýna skoðanakannanir í Noregi að Norðmenn vilja alls ekki ganga í Evrópusambandið. Þeir hafa hafnað því tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu, árið 1972 og svo árið 1994. Síðustu ár hafa 70-75% Norðmanna verið á móti því að ganga í ESB, nú 72% samkvæmt nýjustu könnun.

Mbl.is greinir svo frá:

Mik­ill meiri­hluti Norðmanna er and­víg­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar í Nor­egi sem fyr­ir­tækið Sentio gerði fyr­ir norska dag­blaðið Nati­on­en eða 72% án meðan aðeins 18,1% vilja ganga í sam­bandið.

Fram kem­ur á frétta­vef Nati­on­en að mest­ur stuðning­ur við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið af kjós­end­um norskra stjórn­mála­flokka sé á meðal stuðnings­manna Hægri­flokks­ins. Engu að síður sé aðeins einn af hverj­um fjór­um þeirra hlynnt­ir inn­göngu.

Haft er eft­ir Elisa­beth Asp­a­ker, Evr­ópu­málaráðherra Nor­egs, að Evr­ópu­sam­bandið sé ekki á dag­skrá í norskri þjóðfé­lagsum­ræðu. Enn­frem­ur sé reynsl­an af EES-samn­ingn­um góð. Þá hafi efna­hagserfiðleik­arn­ir inn­an sam­bands­ins haft sín áhrif.

Meiri­hluti hef­ur verið í Nor­egi gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í öll­um skoðana­könn­un­um sem gerðar hafa verið þar í landi und­an­far­inn ára­tug


mbl.is Vilja ekki í Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 455
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 2536
  • Frá upphafi: 1188672

Annað

  • Innlit í dag: 405
  • Innlit sl. viku: 2301
  • Gestir í dag: 377
  • IP-tölur í dag: 368

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband