Leita í fréttum mbl.is

Minnihluti landsmanna vill halda áfram viðræðum við ESB

EUanimalSamkvæmt niðurstöðu könnunar sem birt var í dag vill minnihluti landsmanna halda áfram viðræðum við ESB. Samkvæmt könnuninni segjast 45,4 prósent aðspurðra vera fylgjandi því að aðildarviðræður við ESB verði teknar upp á ný, 40,3% segjast vera á móti því að það verði gert og 14,3% segjast hvorki mótfallin né fylgjandi því að viðræður verði teknar upp á nýjan leik. 

Þegar þetta er skoðað í því ljósi að mikill meirihluti þjóðarinnar segist vera andvígur aðild að ESB er erfitt að skilja afstöðu sumra stjórnmnálaflokka í málinu. 

Kjarninn skýrir frá málinu fyrir hönd samtakanna Já Ísland sem eru fylgjandi aðild að ESB..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvað þessi 4,5% sem vilja hefja viðræður að nýju en samt ekki ganga í ESB, eru eiginlega að hugsa. Einnig hlýtur maður að velta því fyrir sér hvað er í gangi hjá þeim 18,8% sem vilja ekki ganga í ESB en hafa samt ekkert á móti því að hefja viðræður um það. Öll umræða um þetta mál yrði strax miklu markvissari ef hún færi fram á einhverjum rökrænum forsendum, en sumir virðast ekki skilja að það er ekki hægt að borða köku og eiga hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2016 kl. 18:04

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er hægt að skilja sjónarmið Samfylkingaerinnar á því að það gæti verið kostur fyrir Ísland að geta tengst stærra hagkerfi einhverntíma í framtíðinni;

en ef að AÐAL-HAGFRÆÐINGUR SEÐLABANKANS  metur stöðuna þannig að sú vegferð henti ekki vegna ólíkra hagsveifla í hagkerfum þessara landa= Að þá er engin ástæða til að banka upp á hjá ESB.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1991495/

Jón Þórhallsson, 1.2.2016 kl. 18:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað þarf ég oft að skoða þessar kommur ykkar 45,4,prósent,eða 4,5%,annars geri ég mér ekki rellu yfir því,gleðst í hvert skipti sem skrifað er minnihluti vill....... 

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2016 kl. 22:03

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef notaðar eru venjubundnar aðferðir við að segja frá svona könnunum og 45,4% er rétta talan um þá sem vilja viðræður en ekki 4,5%, - er sagt að af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti voru 53% með því að taka upp viðræður en´47% á móti.

Ef þeir, sem vilja bæta óákveðnum við sína tölu þeirra sem eru á móti því að taka upp viðræður, er "mikill meirihluti þjóðarinnar" eða 54,6% á móti því að taka upp viðræður, en ef þeir sem vilja bæta óákveðnum við þá sem vilja taka upp viðræður, eru 59,7% í þeim hópi sem vilja taka upp viðræður, sem er einn stærri meirihluti þjóðarinnar!  

Ómar Ragnarsson, 2.2.2016 kl. 00:50

5 identicon

Hvernig í veröldinni getið þið fundið það út að ef 45,4% vilja áframhaldandi viðræður og 40,3% eru á móti því að hefja viðræður, að það sé þá meirihlutinn sem vill ekki áframhaldandi viðræður, er ekki allt í lagi hjá ykkur..?

Samkvæmt þessari könnun, þá eru þeir sem eru hlynntari áframhaldandi viðræðum 52,5& og þeir sem eru á móti 47,5%.

 

 

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2016 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 168
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 2103
  • Frá upphafi: 1184510

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 1817
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband