Leita í fréttum mbl.is

Jónas segir ESB til syndanna

jonas-profile2Jónas Kristjánsson er með skarpari pennum meðal íslenskra blaðamanna. Ýmsum hefur sviðið undan beittum texta hans. Í gær lætur hann ESB  finna til tevatnsins í bloggi sínu:

„Evrópusambandið rambar milli mistaka síðustu árin. Hélt sig geta þvingað siðum upp á Austur-Evrópu. Þvert á móti veldur sá heimshluti vandræðum í Bruxelles. Eystra eru spilling og fasismi í hávegum. Stjórnir Ungverjalands, Póllands, Serbíu og Króatíu eru fasískar og hlæja að predikunum. Sambandið hélt sig líka geta siðað Grikki gegn fjárglæfrum. Reið ekki feitum hesti frá þeim samskiptum. Nú kennir sambandið Grikkjum um landhlaup flóttamanna til Evrópu. Þó er ljóst, að Grikkir geta ekki drekkt fólki, sem stígur á land á ótal grískum eyjum rétt við strendur Tyrklands. Hótanir aflóga undirmálskarla stjórna Evrópusambandinu.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jónas er kannski einn af beittari pennum meðal íslenskra blaðamanna en þegar kemur að því að vera skarpasti hnífurinn í skúffu íslenskra blaðamanna, þá er hann einfaldlega meðal jafningja.

Allavega þegar kemur að utanríkismálum, sem kannski batnar þegar Ísland innlimast inn í evrópusambandið að fullu.?

Spillingin er næg hvert sem er á litið í evrópusambandinu.

Eru hótanir Angelu Merkel, sjálfkjörins leiðtoga ESB til "fullvalda" þjóða innan ESB ekki fasískar?

Líklega ættu íslenskir "blaðamenn" að lesa sér betur til. Líklega ætti að gera strangari kröfur um faghæfni íslenskra blaðamanna? Líkt og er gert meðal annara fagstétta.

Eða kannski einfaldlega að gera kröfu um sjálstæða rökhugsun?

Þegar grannt er skoðað þá er munurinn á skoðana-frelsi N-Kóreu og vestrænna ríkja sáralítill.

Samtímasagan er ætíð slitin úr samhengi forsögunnar eða alls ekki sett í samhengi við forsöguna.

Ef íslenskir "blaðamenn" ná samhengi þessara "herramanna" við forsögu f/n/asisma og ESB ...

Walter Hallstein

Paul Henri Spaak.

Hans Josef Globke.

Alcide De Gasperi.

Þá eiga þeir hrós skilið ...

En sögunni og staðreyndum er ekki þar með lokið ...

Heiðar (IP-tala skráð) 4.2.2016 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 437
  • Sl. sólarhring: 488
  • Sl. viku: 2794
  • Frá upphafi: 1165711

Annað

  • Innlit í dag: 401
  • Innlit sl. viku: 2427
  • Gestir í dag: 386
  • IP-tölur í dag: 382

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband