Leita í fréttum mbl.is

Lítill áhugi á ESB og evru

euoutÞað virðist vera lítill áhugi á ESB og evru þessa dagana. Kannanir benda til að Bretar muni samþykkja úrgöngu úr ESB og leiðarahöfundar hér á landi segja ESB og evru ekki vera málið fyrir Íslendinga.

Sjá hér meðfylgjandi frétt á Eyjunni um nýlega könnun Observer sem segir að Bretar myndu kjósa að yfirgefa sambandið yrði kosið um það í dag.

 

Bretar myndu kjósa sig út úr Evrópusambandinu, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun þar í landi. Mjótt er á munum og er talað um að atkvæði yngstu kjósendanna muni ráða úrslitum.

Samkvæmt könnun Observer vilja 43 prósent aðspurðra yfirgefa sambandið en 39 prósent vilja áframhalandi veru. 18 prósent eru óákveðin. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þann 23. júní.

Þegar gengið var á þá óákveðnu sagðist meirihluti þeirra hallast að áframhalandi veru sem eru góðar fréttir fyrir leiðtoga stóru stjórnmálaflokkanna sem hafa hvatt kjósendur sína til að kjósa með aðild.

Slæmu fréttirnar fyrir þá eru hins vegar þær að stuðningur við aðild er mestur á meðal yngstu kjósendanna, 18 til 34 ára. 53 prósent þeirra vilja vera áfram í ESB en 29 prósent vilja út. Áhyggjuefnið er að þetta er sá aldurshópur sem er ólíklegastur til að mæta á kjörstað. Þeir sem eru 55 ára og eldri vilja helst út.

Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægir fyrir forsætisráðherrann David Cameron því spekingar í Bretlandi segja að hann verði að segja af sér embætti fari svo að „Brexit“ verði að veruleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 223
  • Sl. sólarhring: 276
  • Sl. viku: 2592
  • Frá upphafi: 1165220

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 2219
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband