Leita í fréttum mbl.is

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fylgjandi því að umsóknin að ESB sé dregin til baka

liljaLilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hún styðji það að aðildarumsóknin að ESB sé dregin til baka. Lilja segir jafnframt að ýmislegt hafi breyst í Evrópu og á Íslandi að undanförnu.

Tilefni spurninga fréttamannsins var að Lilja hafði um tíma starfað með Evrópusamtökum sem vildu skoða umsókn um aðild að ESB.

Hér er brot úr kafla viðtalsins, tekið af vef RUV:

Ertu á sömu línu og flokkurinn í utanríkismálum?

„Já ég er það.“

Þú hefur starfað fyrir Evrópusinna ekki satt?

„Jú það er rétt. En það var á sínum tíma. Og það sem ég var að gera þá var að skoða kosti og galla aðildarumsóknar. Þetta var í kringum 2005. Það hefur ýmislegt breyst, bæði í Evrópu og á Íslandi. Þannig að ég styð það fyllilega að aðildarumsóknin var dregin tilbaka.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Athugið, Lilja sagði "VAR dregin til baka". Semsagt telur að aðgerðin sé búin eins og Gunnar Bragi segist hafa klárað þetta (ókláraða) mál. 

Lilja Alfreðsdóttir myndi aldrei stíga fram núna fram fyrir skjöldu og senda formlega úrsögn úr ESB- ferlinu inn til samstarfsvina sinna í Brussel. Hún ætlar í umræðu- samræðuferli um ímynd Íslands og spyr þá vini sína í Alþjóðasamfélaginu (sem er ESB, ekki Asía) hvar við séum stödd, í næsta kokkteilpartíi.

Þær halda svo saman upp á afmælin sín næsta 4. október, Jóhanna Sigurðardóttir,Þorgerður Katrín og Lilja!

Ívar Pálsson, 8.4.2016 kl. 15:26

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vonandi stendur Lilja við þessi orð og geri betur en fyrirrennari hennar. 
Það sem er þó alvarlegast í núverandi fári er að EES samningurinn hefur verið í gildi hér í meira en tvo áratugi með allt sitt frjálsa frelsi og sumum þykir koma sér á óvart að íslendingar hafi nýtt sér hann.

Kolbrún Hilmars, 8.4.2016 kl. 16:20

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Ef Lilja stendur við orð sín þarna þá nægir að gera ekkert: Þannig að ég styð það fyllilega að aðildarumsóknin var dregin tilbaka.“

Ívar Pálsson, 8.4.2016 kl. 16:36

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ef Lilja klárar þetta mál er hún búin að stimpla sig inn í íslensk stjórnmál og það með stæl, að öðrum kosti verður erfitt fyrir hana að hasla sér völl í pólitíkinni svo einhverju nemi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.4.2016 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 1855
  • Frá upphafi: 1187082

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1636
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband