Leita í fréttum mbl.is

Örvænting Junckers vegna ESB-andúðar - hvað gerir VG nú?

KatrinjakJean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir íbúa Evrópu hafa misst trúna á Evrópuhugsjónina. Það sé meðal annars vegna þess hversu mikið ESB hefur skipt sér af daglegu lífi borgaranna. Svo greinir Eyjan frá. 

Þessi yfirlýsing lýsir ótta Junckers gagnvart tvennu. Í fyrsta lagi er hann skíthræddur um að Bretar, sem hata regluvæðingu ESB, muni yfirgefa sambandið. Í öðru lagi er þessi helsti ábyrgðarmaður skattaskjólsins í Luxemborg síðasta áratuginn lafhræddur um að almenningsálitið muni skapa þrýsting á stjórnmálamenn til að rífa niður skattaskjólin eftir þann storm sem geisað hefur vegna Panama-skjalanna. Juncker er því hræddur um framtíð ESB, skattaskjólið Luxemborg og um sína eigin pólitísku arfleifð.

Það er þessi risaeðla fjármálalífsins, sem ESB er, og þessi pólitík undanskotsins sem forysta Vinstri grænna vildi hlaupa í fangið á. Núverandi forysta með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar heldur hlaupinu áfram þótt hún sé nú reyndar aðeins farin að mæðast og líta í kringum sig. En hún virðist of þreytt til þess að sjá skýrt.

Það þurfti flóðbylgju almenningsálits í ESB-löndunum til þess að ESB-forystan umlaði. Hún stóð keik þrátt fyrir nánast alkul í efnahagsmálunum í lengri tíma, jafnvel eftir að peningaprentvélar Seðlabanka evrunnar höfðu fyllt hvern bankann á fætur öðrum af seðlum.  

Junker brást fyrst við þegar almenningsálitið snerist gegn rótum valds hans, nefnilega skattaskjólinu í Luxemborg og víðar.

Eyjan greinir nánar svo frá í gær:

Þetta kom fram í ræðu Junckers frammi fyrir þingi Evrópuráðsins í Strassborg í dag. „Evrópuverkefnið hefur glatað hluta aðdráttarafls síns“ sagði Juncker í ræðu sinni. „Ein ástæða þess að borgarar ESB-ríkja eru að fjarlægast Evrópuverkefni er sú staðreynd að verið höfum í of ríkum mæli skipt okkur af einkamálum þeirra og farið inn á of mörg svið þar sem aðildarríkin eru betur til þess fallin að grípa til aðgerða.“

Juncker sagði að regluverk ESB væri of þungt og lýsti vilja til þess að minnka regluverkið í því skyni að bæta ásjónu sambandsins. Í því felst meðal annars að draga tilbaka 83  frumvörp sem framkvæmdastjórn hans fékk í arf frá framkvæmdastjórn Jose Manuel Barroso.

Hann viðurkenndi enn fremur að ESB væri óheppilegur talsmaður Evrópu nú til dags. Sambandið njóti ekki lengur þeirrar virðingar sem þau naut í aðildarríkjunum áður fyrr. Á endanum gæti Evrópuhugsjónin endað sem rústir einar.

Við lifum erfiða tíma. Við glímum við alþjóðlegan flóttamannavanda, það er ráðist á frjáls samfélög, allar stofnanir okkar eru undir gríðarlegum þrýstingi og víða eru þær komnar að fótum fram.

Hættan er sú, sagði Juncker, að ofangreindar krísur samhliða lækkandi fæðingartíðni og minnkandi hagvexti muni Evrópa missa virðingu heimsbyggðarinnar. Euractiv greinir frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 1607
  • Frá upphafi: 1161776

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1437
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband