Leita í fréttum mbl.is

Stórmerkileg frétt

samfÞað er í raun stórmerkilegt að meira en helmingur Breta skuli alls ekki sætta sig við að vera í Evrópusambandinu. Það er enn merkilega að álíka stóri hluti fleiri aðildarþjóða skuli ekki sætta sig við veruna í ESB.

Það er líka mjög merkilegt að Norðmenn skuli hafa hafnað því í tvígang að gerast aðili að ESB og að Grænlendingum skuli hafa tekist að forða sér úr ESB.

Það er kannski ekki jafn merkilegt að hvorki Bretar, Svíar né Danir vilji sjá þann ólukkans gjaldmiðil, evruna, sem á stóran þátt efnahagsvandræðunum sem nú ráða ríkjum víðast hvar á svæðinu. Reyndar er stór hluti Evrópu mjög óánægður með evrusamstarfið.

Þetta er í raun alveg stórmerkilegt. Þeim mun furðulegra er það að til skuli vera þeir hópar sem reyna að þröngva Íslandi inn í ESB og í evrusamvinnuna með því að heimta að samningarnir við ESB verði kláraðir. Skyldu einhverjir forsetaframbjóðendur vera þeirrar skoðunar, þ.e. að klára eigi samningana við ESB, og halda þannig áfram þeirri aðlögun að ESB sem Samfylkingin hvatti helst til.

Er þetta lið ekki búið að fatta hvers vegna Samfylkingin er að hverfa?


mbl.is Vaxandi vilji til að yfirgefa ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel sagt deildi þessu á mína FB 

Valdimar Samúelsson, 1.6.2016 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 343
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 2134
  • Frá upphafi: 1184322

Annað

  • Innlit í dag: 292
  • Innlit sl. viku: 1836
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 264

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband