Leita í fréttum mbl.is

Illugi fimbulfambar um ESB-málin

IllugiHann er skondinn pistillinn sem Illugi Jökulsson skrifar í vefritið Stundina nýverið. Það er eins og Illugi hafi gleymt því að við sóttum um aðild að ESB og að sú umsókn rann út í sandinn af því að ekki var hægt að uppfylla þau skilyrði sem Alþingi setti. Ríkisstjórnin var klofin í málinu og þjóðin var á móti aðild. Það vita það allir, og hér á landi sérstaklega, nema Illugi, eftir þá útreið sem umsókn Jóhönnustjórnarinnar fékk, að það þýðir ekkert að sækja um aðild eða halda áfram viðræðum nema tryggur þingmeirihluti og góður meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi aðild.

Þess vegna væri rétt að spyrja þjóðina um afstöðu til aðildar að ESB ef halda ætti viðræðum áfram. Meira að segja helstu forkólfar ESB-ríkjanna eru þessarar skoðunar. En ekki Illugi.

Illugi virðist hins vegar átta sig á því að þetta mál er dautt, enda skrifar hann: 

"Sumpart má segja að þetta skipti ekki öllu máli akkúrat þessa mánuðina því nýjar aðildarviðræður að ESB séu vart yfirvofandi alveg á næstunni."

En Illuga er þó mikið í mun að gera lítið úr núverandi utanríkisráðherra sem hefur þó meiri reynslu af samskiptum við forystulið ESB en flestir aðrir í ríkisstjórninni og á Alþingi Íslendinga. Hann virðist ekki gera ráð fyrir því að reynsla utanríkisráðherrans móti að einhverju leyti afstöðu hennar í ESB-málunum.

Er það kannski ómeðvituð kvenfyrirlitning hjá Illuga?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 417
  • Sl. sólarhring: 457
  • Sl. viku: 2000
  • Frá upphafi: 1162169

Annað

  • Innlit í dag: 376
  • Innlit sl. viku: 1791
  • Gestir í dag: 346
  • IP-tölur í dag: 345

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband