Leita í fréttum mbl.is

ESB er fyrir forréttindahópa segir Theresa May

Bogi Ágústsson fréttamaður benti ágætlega á það í morgunþætti Óðins Jónssonar í Ríkisútvarpinu rétt í þessu að Bretar líta almennt þannig á að ESB sé fyrst og fremst fyrir forréttindahópa en gagnist lítið venjulegu launafólki. Þessu til staðfestingar flutti Bogi hljóðbút með ræðu Theresu May, núverandi forsætisráðherra Breta.

Sjá enn fremur hér: May vill sanngjarnara Bretland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það þessvegna sem að allt forréttindafólkið á íslandi vill ekki í ESB?

Snorri (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 08:23

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Snorri það er þessvegna að sem fólkið í landinu vill ekki ESB. Skilið...

Valdimar Samúelsson, 6.10.2016 kl. 09:22

3 Smámynd:   Heimssýn

Óðinn Jónsson, stjórnandi Morgunvaktarinnar hjá RUV les Heimssýnarbloggið eins og meðfylgjandi fésbókarfærsla sem bloggið fékk sent sýnir:

 

 

Óðinn Jónsson

5 klst. · Reykjavík · 

 

Heimssýn hlustar á Morgunvaktina. Takk fyrir það. Vil samt gera athugasemd við þá staðhæfingu sem þarna er sett fram út frá því sem Bogi sagði í þættinum í morgun um orð Theresu May á flokksþingi Íhaldsmanna. Vissulega var May að skýra af hverju Brexit var samþykkt. Af hverju fór þetta svona? Það er af því að venjulegum Bretum finnst þeir eiginlega hvergi eiga heima, þeir eru óánægðir og hafa á tilfinningunni að veröldin sé fín fyrir þá sem eru ríkir – fyrir forréttindafólkið  en ekki venjulegt fólk. Það er hinsvegar afar langsótt að skella skuldinni einvörðungu á ESB - í landi þar sem stéttaskipting er meiri en víðast annars staðar í Evrópu. Theresa May vildi ekki að Bretland gengi úr ESB en vinnur nú úr stöðunni, ákvörðun meirihluta þjóðarinnar. Og hvað gerir May? Jú, hún færir Íhaldsflokkinn inn á miðju stjórnmálanna, kastar harðsoðnum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar, sem Thatcher, Major, Blair, Brown og Cameron fylgdu - hvert með sínum hætti. Eftir er að sjá hversu langt hún gengur og hvernig Bretlandi á eftir að vegna utan ESB. Það horfir þunglega núna: pundið hefur fallið, markaðsvirði breskra fyrirtækja hefur lækkað og útlitið í menntakerfinu er svart án tengsla við evrópska styrkjakerfisins. Þá er líka ófyrirséð hvaða áhrif það hefur ef lokað verður á streymi evrópsks vinnuafls inn í Bretland. Við skulum fylgjast grannt með því sem gerist á næstu misserum í Bretlandi.

Bogi Ágústsson fréttamaður benti ágætlega á það í morgunþætti Óðins Jónssonar í Ríkisútvarpinu rétt í þessu að Bretar líta almennt þannig á að ESB sé fyrst og fremst fyrir forréttindahópa en gagnist lítið venjulegu launafólki.…

HEIMSSYN.BLOG.IS

 

Líkar þettaSýna fleiri viðbrögð

Skrifa ummæliDeila

 

Ummæli

Jón Þórhallson

 

Jón Þórhallson Sæll Óðinn; vilt þú sjálfur persónulega að íslenska ríkið gangi í ESB og tangist EVRU-hagkerfinu??

Óðinn Jónsson

 

Óðinn Jónsson Mínar skoðanir koma þessu bara ekkert við. Ég er fréttamaður og skýrandi, velti fyrir mér kostum og göllum - og andstæðum sjónarmiðum. Það blasir þó líklega við flestum að Ísland er ekkert á leiðinni í ESB, eins og ástandið er þar, og til viðbótar hefur útganga Breta auðvitað haft sín áhrif. Hinsvegar skil ég ekki hversu margir andstæðingar aðildar Íslands að ESB, sem er virðingarverð og fullgild skoðun, gleðjast yfir erfiðleikum á Evrusvæðinu og telja sig geta staðhæft að Bretum sé betur borgið utan ESB. Mér þykir þetta vera merki um ofstæki.

Heimssýn, 6.10.2016 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 264
  • Sl. sólarhring: 368
  • Sl. viku: 2744
  • Frá upphafi: 1164951

Annað

  • Innlit í dag: 229
  • Innlit sl. viku: 2358
  • Gestir í dag: 212
  • IP-tölur í dag: 211

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband