Leita í fréttum mbl.is

Bókhaldssvindl og vantraust í garð ESB

Klaus-Heiner Lehne, sem fer fyrir endurskoðun Evrópusambandsins, segir að Evrópusambandið og stofnanir þess hefðu glatað trausti íbúa sinna í framhaldi af efnahagsörðugleikum, innflytjendavandamálum og eftirmálum þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um að yfirgefa sambandið. Hann segir: „Fólk getur ekki einu sinni byrjað að treysta okkur ef það trúi því ekki að við séum að passa upp á peningana þeirra“ sagði Lehne á blaðamannfundi þar sem skýrsla um svindl með peninga ESB var kynnt.

Í skýrslunni kemur fram að Evrópusambandið greiddi um 700 milljörðum of mikið fyrir þjónustu á árinu 2015. Fram kemur að styrkir voru greiddir fyrirtækjum í Tékklandi, Ítalíu og Póllandi vegna verkefna sem þegar höfðu verið flokkuð sem óhæf til styrkja.

Samkvæmt skýrslunni eru fjármunir, sem varið er á rangan hátt, ofgreiddir eða rangt farið með á annan hátt, 3,8% af fjárhagsáætlun sambandsins.

Fjármunir þeir sem Evrópusambandið hefur úr að spila eru um eitt prósent af landsframleiðslu Evrópu ríkjanna og sambandið kostar hvern íbúa Evrópu um 285 evrur, eða 36.000 íslenskra krónur á ári.

Þetta kemur fram á ruv.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekkert nýtt né merkilegt við að það sé bókhaldsspilling í Brussel-karlaríkis-bákninu. Fjöldi kvenna hefur hætt að starfa fyrir þetta batterí, þegar þær sáu hversu hrikaleg spilling var látin viðgangast þar.

Það er hins vegar alveg nýtt og merkilegt hér á þessari síðu, að lesa um nýlega endurskoðun á reikningum þessa karlaveldis-lobbýista-bákns.

Vegna þess að eftir því sem best er vitað, þá hefur enginn endurskoðandi fengist til að endurskoða og ábyrgjast reikninga þessa karlaveldis-stýrikerfis í c.a. 20 ár.

Eða hvað segir gömluframsónar V-græni Guðni Ágústsson núna, um endurskoðun reikninga sambandsins?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2016 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 48
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 1788
  • Frá upphafi: 1177427

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 1577
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband