Leita í fréttum mbl.is

Skýr svör frá ESB: Viðræður þýða ósk um aðild að ESB eins og það er

PresturReglur Evrópusambandsins eru óumsemjanlegar. Þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast um að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmd á gildandi lögum og reglum ESB. 

Þetta kemur fram í svari upplýsingaveitu ESB til séra Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests á Akureyri, við spurningum um það hvernig sambandið líti á umsókn um aðild að ESB.

Í svarinu segir ennfremur: Hafa ber í huga að ESB starf­ræk­ir víðtækt samþykkt­ar­ferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlut­verki sínu sem full­gild­ir aðilar, það er með því að upp­fylla all­ar regl­ur ESB og staðla, hafa samþykki stofn­ana sam­bands­ins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eig­in borg­ara - annaðhvort í gegn­um samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðar­at­kvæði.

Þarna höfum við það: Það er því algjörlega fráleitt að ætla að halda áfram svokölluðum samningaviðræðum til þess eins að sjá hvað kemur út úr samningnum. Samningaviðræður fela það í sér að umsóknarríki verður að yfirtaka alla skilmála ESB áður en það er samþykkt í klúbbinn.

Frétt um þetta á mbl.is er svohljóðandi:

Sr. Svavar Al­freð Jóns­son, sókn­ar­prest­ur á Ak­ur­eyri, sendi á dög­un­um fyr­ir­spurn til Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem hann grennslaðist fyr­ir um það hvert eðli um­sókn­ar að sam­band­inu væri. Hvort í slíkri um­sókn fæl­ist að kanna án skuld­bind­inga hvað væri í boði í þeim efn­um eða hvort í henni fæl­ist yf­ir­lýs­ing um vilja til þess að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

Svavar seg­ist á bloggsíðu sinni hafa viljað fá úr þessu skorið þar sem skipt­ar skoðanir hafi verið í umræðunni hér á landi um það hvað ná­kvæm­lega fel­ist í um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu. Þannig hafi sum­ir sagt að hægt væri að sækja um inn­göngu ein­ung­is til þess að sjá hvað væri í boði af hálfu sam­bands­ins á meðan aðrir hafi sagt að ekki væri hægt að senda inn um­sókn án þess að hlíta skil­yrðum sem sett væru í um­sókn­ar­ferl­inu.

Svavar seg­ir í sam­tali við mbl.is að fyr­ir­spurn­in hafi þannig ein­fald­lega snú­ist um að það lægi fyr­ir með skýr­um hætti hvert eðli slíkra umræðna væri þannig að fólk væri bet­ur í stakk búið til þess að mynda sér skoðun á mál­inu óháð því hver afstaða þess ann­ars væri til þess hvort Ísland ætti að ganga í Evr­ópu­sam­bandið eða ekki.

Snú­ast um tíma­setn­ingu upp­töku lög­gjaf­ar ESB

Svar við fyr­ir­spurn­inni frá upp­lýs­inga­veitu sam­bands­ins, Europe Direct, barst tíu dög­um eft­ir að fyr­ir­spurn­in var send til þess að sögn Svavars. Fyr­ir­spurn hans var svohljóðandi í ís­lenskri þýðingu:

„Þegar ríki ákveður að sækja um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, lít­ur sam­bandið þá á slíka um­sókn annaðhvort sem 1) fyr­ir­spurn án skuld­bind­inga þar sem mögu­leik­arn­ir í boði fyr­ir um­sókn­ar­ríkið eru kannaðir og fundn­ar mögu­leg­ar und­anþágur frá óhag­stæðum atriðum lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins eða 2) yf­ir­lýs­ingu um vilja um­sækj­and­ans til þess að ganga í sam­bandið í sam­ræmi við lög­form­legt fyr­ir­komu­lag inn­göngu í það?“

Svar Evr­ópu­sam­bands­ins var á þessa leið í ís­lenskri þýðingu:

„Regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins sem slík­ar (einnig þekkt­ar sem acquis) eru óumsemj­an­leg­ar; þær verður að lög­leiða og inn­leiða af um­sókn­ar­rík­inu. Inn­göngu­viðræður snú­ast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti um­sókn­ar­ríkið tek­ur upp og inn­leiðir með ár­ang­urs­rík­um hætti allt reglu­verk ESB og stefn­ur. Inn­göngu­viðræður snú­ast um skil­yrði og tíma­setn­ingu upp­töku, inn­leiðing­ar og fram­kvæmd­ar gild­andi laga og reglna ESB.

Hafa ber í huga að ESB starf­ræk­ir víðtækt samþykkt­ar­ferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlut­verki sínu sem full­gild­ir aðilar, það er með því að upp­fylla all­ar regl­ur ESB og staðla, hafa samþykki stofn­ana sam­bands­ins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eig­in borg­ara - annaðhvort í gegn­um samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðar­at­kvæði.“


mbl.is Reglur ESB „óumsemjanlegar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ennþá til fólk sem ekki trúir þessum einfalda sannleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2016 kl. 18:25

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir, sem ár og síð standa í því að skrökva að þjóðinni, að þessum málum sé EKKI háttað eins og hér var lýst í svörunum til séra Svavars, þeir ættu að mínu viti að sæta gagngerri rannsókn af hálfu fjölmiðla, rannsókn á því, hver skýringin sé á vanþekkingu þeirra og hvort ekki sé hægt að koma þeim aftur niður á jörðina eða hvað þeim gangi annars til með öllum þeirra undanfærslum.

Líta þeir kannski svo á, að þeir megi grípa til "hvítra lyga" gagnvart þjóðinni og kannski af því að tilgangurinn sé svo góður? Telja þeir þá tilganginn helga meðalið?

Jón Valur Jensson, 1.11.2016 kl. 20:45

3 identicon

Það er eftirtektarvert, að enginn ESB-sinni hefur skrifað neina bloggfærslu vegna þessarar fréttar. Enda hafa þeir ekkert að segja, þeir vita upp á sig skömmina, en munu halda áfram lygunum og blekkingunum. En fólk sem trúir blekkingunum vill hvorki sjá, skilja né heyra um aðlögunina að þessu sambandi, ESB, sem hefur lagt Evrópu í rúst. Stjórnmálamennirnir og embættismennirnir vita þetta alveg, en þeir eru allir að vonast eftir bitlingum í Brussel, sem gefa himinhá skattfrjáls laun.

Þessir stjórnmálamenn í ESB-sinnaflokkunum á Alþingi reiða sig á, að það séu nægilega margir trúgjarnir og fáfróðir bjánar í þjóðfélaginu til að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald steindauðra viðræðna um aðlögun að þessu óþverrabatteríi sem ESB er. Að þeir skyldu dirfast að nefna lýðræði í sömu andrá og bullað er um þennan skrípaleik er móðgun við meirihluta þjóðarinnar.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.11.2016 kl. 21:43

4 identicon

Vandamálið er meðal almennings.  Það ætti að vera hverjum Íslendingi hjartnæmt, að lög og stjórn landsins sé í höndum landsmanna.  Samt sem áður, hafa menn hafið umræður eins og hér segir ... og ekki bara það, heldur "tekið" frá eigu ríkisins.  Hér, til dæmis, má nefna "einkavæðinguna", og ýmis "lög" sem veita erlendum aðilum aðgang að landinu ... þeir eru fleir en einn, landráðamennirnir á Íslandi ... og komast upp með það.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband