Þriðjudagur, 1. nóvember 2016
Skýr svör frá ESB: Viðræður þýða ósk um aðild að ESB eins og það er
Reglur Evrópusambandsins eru óumsemjanlegar. Þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast um að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmd á gildandi lögum og reglum ESB.
Þetta kemur fram í svari upplýsingaveitu ESB til séra Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests á Akureyri, við spurningum um það hvernig sambandið líti á umsókn um aðild að ESB.
Í svarinu segir ennfremur: Hafa ber í huga að ESB starfrækir víðtækt samþykktarferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullgildir aðilar, það er með því að uppfylla allar reglur ESB og staðla, hafa samþykki stofnana sambandsins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eigin borgara - annaðhvort í gegnum samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðaratkvæði.
Þarna höfum við það: Það er því algjörlega fráleitt að ætla að halda áfram svokölluðum samningaviðræðum til þess eins að sjá hvað kemur út úr samningnum. Samningaviðræður fela það í sér að umsóknarríki verður að yfirtaka alla skilmála ESB áður en það er samþykkt í klúbbinn.
Frétt um þetta á mbl.is er svohljóðandi:
Sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, sendi á dögunum fyrirspurn til Evrópusambandsins þar sem hann grennslaðist fyrir um það hvert eðli umsóknar að sambandinu væri. Hvort í slíkri umsókn fælist að kanna án skuldbindinga hvað væri í boði í þeim efnum eða hvort í henni fælist yfirlýsing um vilja til þess að ganga í Evrópusambandið.
Svavar segist á bloggsíðu sinni hafa viljað fá úr þessu skorið þar sem skiptar skoðanir hafi verið í umræðunni hér á landi um það hvað nákvæmlega felist í umsókn að Evrópusambandinu. Þannig hafi sumir sagt að hægt væri að sækja um inngöngu einungis til þess að sjá hvað væri í boði af hálfu sambandsins á meðan aðrir hafi sagt að ekki væri hægt að senda inn umsókn án þess að hlíta skilyrðum sem sett væru í umsóknarferlinu.
Svavar segir í samtali við mbl.is að fyrirspurnin hafi þannig einfaldlega snúist um að það lægi fyrir með skýrum hætti hvert eðli slíkra umræðna væri þannig að fólk væri betur í stakk búið til þess að mynda sér skoðun á málinu óháð því hver afstaða þess annars væri til þess hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki.
Snúast um tímasetningu upptöku löggjafar ESB
Svar við fyrirspurninni frá upplýsingaveitu sambandsins, Europe Direct, barst tíu dögum eftir að fyrirspurnin var send til þess að sögn Svavars. Fyrirspurn hans var svohljóðandi í íslenskri þýðingu:
Þegar ríki ákveður að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, lítur sambandið þá á slíka umsókn annaðhvort sem 1) fyrirspurn án skuldbindinga þar sem möguleikarnir í boði fyrir umsóknarríkið eru kannaðir og fundnar mögulegar undanþágur frá óhagstæðum atriðum löggjafar Evrópusambandsins eða 2) yfirlýsingu um vilja umsækjandans til þess að ganga í sambandið í samræmi við lögformlegt fyrirkomulag inngöngu í það?
Svar Evrópusambandsins var á þessa leið í íslenskri þýðingu:
Reglur Evrópusambandsins sem slíkar (einnig þekktar sem acquis) eru óumsemjanlegar; þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmdar gildandi laga og reglna ESB.
Hafa ber í huga að ESB starfrækir víðtækt samþykktarferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullgildir aðilar, það er með því að uppfylla allar reglur ESB og staðla, hafa samþykki stofnana sambandsins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eigin borgara - annaðhvort í gegnum samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðaratkvæði.
Reglur ESB óumsemjanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 3
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 1742
- Frá upphafi: 1176915
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1580
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ennþá til fólk sem ekki trúir þessum einfalda sannleika.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2016 kl. 18:25
Þeir, sem ár og síð standa í því að skrökva að þjóðinni, að þessum málum sé EKKI háttað eins og hér var lýst í svörunum til séra Svavars, þeir ættu að mínu viti að sæta gagngerri rannsókn af hálfu fjölmiðla, rannsókn á því, hver skýringin sé á vanþekkingu þeirra og hvort ekki sé hægt að koma þeim aftur niður á jörðina eða hvað þeim gangi annars til með öllum þeirra undanfærslum.
Líta þeir kannski svo á, að þeir megi grípa til "hvítra lyga" gagnvart þjóðinni og kannski af því að tilgangurinn sé svo góður? Telja þeir þá tilganginn helga meðalið?
Jón Valur Jensson, 1.11.2016 kl. 20:45
Það er eftirtektarvert, að enginn ESB-sinni hefur skrifað neina bloggfærslu vegna þessarar fréttar. Enda hafa þeir ekkert að segja, þeir vita upp á sig skömmina, en munu halda áfram lygunum og blekkingunum. En fólk sem trúir blekkingunum vill hvorki sjá, skilja né heyra um aðlögunina að þessu sambandi, ESB, sem hefur lagt Evrópu í rúst. Stjórnmálamennirnir og embættismennirnir vita þetta alveg, en þeir eru allir að vonast eftir bitlingum í Brussel, sem gefa himinhá skattfrjáls laun.
Þessir stjórnmálamenn í ESB-sinnaflokkunum á Alþingi reiða sig á, að það séu nægilega margir trúgjarnir og fáfróðir bjánar í þjóðfélaginu til að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald steindauðra viðræðna um aðlögun að þessu óþverrabatteríi sem ESB er. Að þeir skyldu dirfast að nefna lýðræði í sömu andrá og bullað er um þennan skrípaleik er móðgun við meirihluta þjóðarinnar.
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.11.2016 kl. 21:43
Vandamálið er meðal almennings. Það ætti að vera hverjum Íslendingi hjartnæmt, að lög og stjórn landsins sé í höndum landsmanna. Samt sem áður, hafa menn hafið umræður eins og hér segir ... og ekki bara það, heldur "tekið" frá eigu ríkisins. Hér, til dæmis, má nefna "einkavæðinguna", og ýmis "lög" sem veita erlendum aðilum aðgang að landinu ... þeir eru fleir en einn, landráðamennirnir á Íslandi ... og komast upp með það.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.11.2016 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.