Leita í fréttum mbl.is

Þjóðfundur stendur vörð um fullveldi

Það er athyglisvert og vert að hafa í huga nú þegar stjórnarmyndunarviðræður standa yfir að þjóðfundur sá sem efnt var til árið 2010 krafðist þess að staðinn yrði vörður um fullveldið. Þjóðfundur áréttaði það í nokkur skipti.  Þar segir:

  • Ísland skal vera fyrirmynd annarra þjóða, sem vopnlaus og friðsöm þjóð, sem virðir alþjóðasamninga með sjálfbærni í huga án þess að afsala fullveldi þjóðarinnar.

  • Ísland stuðli að friði í heiminum og eigi gott alþjóðlegt samstarf þar sem mannréttindi, sjúkdómavarnir og fullveldi Íslands verði í heiðri höfð.

  • Ísland sé málsvari friðar og styðji ekki að ágreiningsmál séu leyst með stríðsátökum eða hernaði. Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi, sérstaklega norrænu og tryggi fullveldi Íslands í gegnum alþjóðasamstarf.

  • Stjórnarskráin er grunnsáttmáli sem tryggir fullveldi, sjálfstæði og jöfnuð Íslendinga, varðveitir íslenska tungu, skilgreinir hlutverk forseta og aðskilnað ríkis og kirkju.

Það er ágætt að rifja þetta upp. Fullveldið er fjöregg þjóðarinnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott mál ég virði frið en ekki á kostnað þess að missa landi í hendur. Guð einn sagi að það ætti að vera friður og síðan þá hefir verið ófriður. Það á hver og ein þjóð að standa með sjálfri sér. Verja sig sjálf og eða fá hjálp frá vinveittum þjóðum til þess áður en árás er gerð.

Árás verður ekki vopnuð á Ísland heldur óvopnuð sem er þegar hafin. Hún skeður með hjálp Íslenskra manna og nú eftir að Trump ætlar að stoppa innflutning frá Sýrlandi þá er eina landið sem er fetir Ísland. Það er opið og við höfum NoBorder með styrk Soros.  

Valdimar Samúelsson, 13.11.2016 kl. 19:48

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög gott hjá Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, að minna á þessa miklu, ítrekuðu áherzlu þjóðfundarins árið 2010, að staðinn verði vörður um fullveldi Íslands og sjálfstæði.

Það verður svo sannarlega ekki gert með því, að landsölumenn fái hér völd og takist með vélabrögðum og ómældu áróðursfé að svíkja landið undir ok erlends stórveldis, sem heimtar æðsta löggjafar- og dómsvald yfir landinu og margt, margt fleira, stóru ríkjunum þar til gróða og þeim, ekki okkur, til hagsbóta.

Jón Valur Jensson, 14.11.2016 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 307
  • Sl. sólarhring: 473
  • Sl. viku: 2388
  • Frá upphafi: 1188524

Annað

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 2165
  • Gestir í dag: 255
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband