Leita í fréttum mbl.is

RUV segir ekki frá BREXIT-samþykkt þingsins?

Athygli hefur verið vakin á því að Ríkisútvarpið hefur ekki sagt frá þeirri samþykkt stórs meirihluta neðri deildar breska þingsins, með 461 atkvæði gegn 89, að virkja grein 50 í Lissabon-sáttmála ESB þannig að hægt verið að hefja útgöngu Breta.

Sé þetta misskilningur skal hann leiðréttur - en hefur annars nokkur séð eða heyrt þessa frétt hjá RUV nokkurs staðar?

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er svo önnur áhugaverð Brexit-frétt:

http://www.bbc.com/news/business-38259823

Matthías (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 12:33

2 Smámynd:   Heimssýn

Svo er hér enn önnur: https://www.theguardian.com/business/live/2016/oct/27/uk-gdp-growth-figures-brexit-impact-economy-business-live

Heimssýn, 9.12.2016 kl. 13:10

3 identicon

Þetta er stórmál ef rétt er.  Kemur reyndar ekki á óvart að hér sé Heimsýnar maður eða kona að finna að RUV.

Sá eða sú sem þetta skrifar veit líklega af þeirri athugun sem gerð var á umfjöllun RUV um EU.  Þar kom fram að mun fleirri neikvæðar fréttir voru sagðar af EU á RUV en jákvæðar.

Er einhver fréttaskortur hjá ykkur Heimsýnarfólki.  Reyndar fynnst mér nafnið " Heimsýn " vera öfugmæli hjá ykkur í þessum klúbbi.

Brynjar (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 15:08

4 Smámynd: Elle_

Heimssýn lýsir alveg sjónarmiði og sýn þeirra sem hafa og vilja lifa í heimi utan ESB og stýringar valdabáknsins þar.

Elle_, 9.12.2016 kl. 15:50

5 Smámynd:   Heimssýn

Miðað við þróun mála hjá ESB undanfarinn áratug hefði það verið alveg stórundarlegt ef fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega hefði sagt fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir af ESB.

Heimssýn, 9.12.2016 kl. 16:19

6 Smámynd: Elle_

Gott svar;)  Þar að auki telst þögn ekki með fréttum og reiknast þannig ekki einu sinni inn í allar neikvæðu fréttirnar þaðan.

Elle_, 9.12.2016 kl. 18:12

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver er þessi "Brynjar"? Getur hann ekki sagt til nafns?

Það á ekki að leyfa huldumönnum að vaða uppi með innlegg í þessum málum einmitt, þar sem 1580 sinnum fólksfleira stórveldi sækir að okkar sjálfstæði og fullveldi og hefur á sínum snærum áróðurs-útsendara af ýmsu tagi, þrásækna suma hverja og ófyrirleitna.

Og það er alveg rétt í svari Heimssýnar til Huldu-Brynjars, að eðlilegt var, að um tíma komu aðallega slæmar fréttir frá Evrópusambandinu (m.a.s. á Rúvinu), eða eru nokkrir búnir að gleyma vandræða-ástandinu í Grikklandi, Ítalíu, Spáni, Írlandi, Portúgal, jafnvel Belgíu og Frakklandi? Það var jafnvel búin til sérstök skammstöfun efnahagshamfara-löndin þar sem uppdráttarsýkin var hvað megnust.

Jón Valur Jensson, 10.12.2016 kl. 01:05

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

... skammstöfun um efnahagshamfara-löndin ...

Jón Valur Jensson, 10.12.2016 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 231
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 2600
  • Frá upphafi: 1165228

Annað

  • Innlit í dag: 204
  • Innlit sl. viku: 2227
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 187

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband