Leita í fréttum mbl.is

Vilja aðild að ESB þótt það þjóni ekki hagsmunum Íslands

Píratar og fylgiflokkar þeirra vilja í raun aðild að ESB jafnvel þótt það þjóni ekki hagsmunum Íslands. Krafa um aðildarviðræður er krafa um aðlögun að ESB - eins og allir vita. Þegar samningum er náð á viðræðuríkið að vera búið að uppfylla öll skilyrði ESB. Jón Baldur Lorange bendir á hversu furðuleg þessi aðferðafræði Pírata og fylgiflokka þeirra er. Hann segir í bloggi sínu:

 

Aðferðafræði Pírata og fylgiflokka þeirra við myndun ríkisstjórnar vekur athygli. Flokkarnir vilja ekki hefja formlegar viðræður fyrr en allir fimm flokkarnir hafa komist að niðurstöðu um að þeir vilji starfa saman og hafa komist að niðurstöðu um málamiðlanir í stærstu málunum. Þá fyrst á að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Í sjálfu sér má skrifa upp á þessa aðferðafræði. En hafandi í huga að þetta er allt sömu stjórnmálaflokkarnir sem hafa talað fyrir því að hefja formlegar viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu áður en þeir hafa komist að niðurstöðu um hvort það þjóni hagsmunum Íslands að gerast aðili eða ekki, og áður en komist er að niðurstöðu um hvort stærstu hagsmunamál Íslands í þeim viðræðum, svo sem í sjávarútvegsmálum, þá vantar eitthvað upp á samkvæmnina í þessu. Þar er í fínu lagi að sækja um aðild og hefja formlegar viðræður og aðlögun að Evrópusambandinu - en að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka, það er má alls ekki fyrr en sést til lands í viðræðunum.

Eitthvað finnst mér, jú, vanta upp á samkvæmnina í þessum vinnubrögðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ekki beint rökrétt afstaða frá þessum stjórmálamönnum.  Þau vilja m.o.ö. stjórna landinu án rökhugsunar.

Elle_, 13.12.2016 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 104
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 2461
  • Frá upphafi: 1165378

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 2114
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband