Leita í fréttum mbl.is

Endalok evrunnar?

StiglitzBandaríski hagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir ekki ósennilegt að endalok evrunnar séu skammt undan. Hann segir evruna vera undirrót stöðnunar í Evrópu og að evrusamstarfið hafi verið gallað frá upphafi, en samhliða vaxandi efnahagslegum og pólitískum klofningi í álfunni séu stjórnmálaöfl andvíg evrunni að sækja í sig veðrið og jafnvel ná yfirhöndinni. Tækifærin til að skapa hagkvæmara myntsvæði í Evrópu gætu hafa gengið til þurrðar.

Þetta kemur fram á vb.is sem vitnar í grein Stiglitz í Fortune.

Í endurbirtingu Viðskiptablaðsins kemur m.a. fram:

Stiglitz teiknar upp mynd af evrusamstarfinu sem eins konar harmleik. „Markmið evrunnar var að auka hagsæld í Evrópu. Það átti síð- an að efla efnahagslega og pólitíska samþættingu. Evran var pólitískt verkefni, en stjórnmálin voru ekki nógu sterk til að skapa stofnanafyrirkomulag sem tryggði velgengni,“ segir Stiglitz. En evran hefur leitt til stöðnunar og aukinnar sundrungar fremur en samstöðu, og segir hann evruna ógna Evrópusambandinu.

Í nokkrum Evrópuríkjum hafa kjósendur komið óánægju sinni með evruna á framfæri með því að hafna miðjuflokkum. Fram undan eru kosningar víða um álfuna, t.d. í Frakklandi og Þýskalandi, og hafa stjórnmálaflokkar andvígir evrunni og/eða áframhaldandi ESB aðild verið að sækja í sig veðrið. „Mótmælendahópar eru að ná yfirhöndinni,“ segir Stiglitz. Evrópusambandið teflir á tæpasta vað og þegar markaðsaðilar skynja að evran sé ekki lengur raunhæfur kostur til lengri tíma litið hverfur trúin á evrusamstarfið, sem líður þá undir lok.

Árið 2017 getur því orðið ár umbóta innan evrusvæðisins eða árið sem samstarfið gengur sér til húðar. „Ef myntsvæðið á að virka þarf meiri Evrópu – meiri samstöðu,“ segir Stiglitz. Til þess þurfi sterkari hagkerfi evrusvæðisins að styðja við bakið á þeim veikari. Einnig þurfi sameiginlegar stofnanir á borð við sameiginlegt innstæðutryggingarkerfi og sameiginlegt atvinnuleysisbótakerfi, en þar fyrir utan hefur Stiglitz áður nefnt evrópskt bankasamband, fráhvarf frá niðurskurði, skiptingu evrunnar í evru fyrir ríki í Norður-Evrópu og evru fyrir SuðurEvrópu, eða jafnvel afnám evrusamstarfsins. Annmarkar evrusvæðisins gera slíkar umbætur þó erfiðar, og eftir því sem umbæturnar dragast á langinn eykst klofningur Evr- ópuríkjanna og pólitískur umbótavilji fjarar út.

„Það er allt eins líklegt að stjórnmálaöflin séu að fara í hina áttina, og ef það verður raunin er það aðeins tímaspursmál hvenær Evrópa lítur til baka á evruna sem áhugaverða og vel meinandi tilraun sem ekki gekk upp – með miklum kostnaði fyrir almenning í Evrópu og lýðræðisríki þeirra.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin verður því hvað er "skammt undan" langur tími þar sem Stiglitz hefur sagt þetta frá fyrstu dögum Evrunnar, í rúm 20 ár.

Jós.T. (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 17:20

2 Smámynd: Elle_

Hann sagði að það gæti gerst 2017.

Elle_, 5.1.2017 kl. 20:10

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Steinsson (Jós T.), það eru þá komin reynsla á það sem hann hefur sagt um evruna.  Það er nokkuð ljóst að evran væri löngu hrunin ef Seðlabanki Evrópu DÆLDI ekki hundruðum milljarða evra á ári í að halda henni gangandi.  Og auðvitað eru það evruríkin sem standa á bakvið allt ruglið.  Við vitum það báðir að svona lagað er ekki hægt að tímasetja nákvæmlega, þannig að innan skamms getur þýtt nokkur ár eða jafnvel áratugir, sérstaklega þegar verið er pissa svona endalaust í skóinn sinn eins og Seðlabanki Evrópu er að gera og hefur gert lengi...........

Jóhann Elíasson, 6.1.2017 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 57
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 2426
  • Frá upphafi: 1165054

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 2062
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband