Leita í fréttum mbl.is

Ísland og Bretland samstíga utan ESB

Afstaða Íslendinga til ESB kann að hafa verið áhrifavaldur um úrslit Brexit-kosninganna í Bretlandi á síðasta ári. Oft veldur lítil þúfa þungu hlassi og dómínóáhrif ESB-andstæðinga á Íslandi kunna, þegar sagan verður skrifuð er fram líða stundir, að verða það sem réð gangi sögunnar í Evrópu.

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, undirstrikar í nýlegri ræðu sinni að Bretland skuli semja við ESB sem frjálst og fullvalda ríki í tvíhliða samningum. Theresa endurspeglar þannig sjónarmið ESB-aðildarandstæðinga á Íslandi á borð við marga félaga í Heimssýn sem eru þeirrar skoðunar að Ísland skuli vera frjálst og fullvalda ríki, ráða málum sínum sjálft en í vinsamlegum og góðum samskiptum við þjóðir nær sem fjær.

Þannig segir mbl.is um stöðu Bretlands:

Bret­land get­ur ekki und­ir nokkr­um kring­um­stæðum verið áfram hluti af innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins enda þýddi það að Bret­ar myndu alls ekki yf­ir­gefa sam­bandið. Þetta sagði Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, í ræðu sem hún flutti í Lanca­ster Hou­se í London í dag þar sem hún greindi frá því með hvaða hætti Bret­ar muni ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Samþykkt var að ganga úr sam­band­inu í þjóðar­at­kvæði í Bretlandi síðasta sum­ar.

May sagði hins veg­ar sam­kvæmt frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC að rík­is­stjórn henn­ar hefði í hyggju að semja við Evr­ópu­sam­bandið um eins greiðan aðgang að innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins og mögu­legt væri í kjöl­far þess að Bret­land seg­ir skilið við sam­bandið. Hún greindi enn­frem­ur frá því að báðar deild­ir breska þings­ins, neðri deild­in og lá­v­arðadeild­in, fengju tæki­færi til þess að greiða at­kvæði um end­an­leg­an samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið um úr­sögn Bret­lands þegar hann lægi fyr­ir.

For­sæt­is­ráðherr­ann hét því enn­frem­ur sam­kvæmt frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC að Bret­ar myndu ekki leng­ur greiða háar fjár­hæðir til Evr­ópu­sam­bands­ins. Lögð yrði enn­frem­ur meðal ann­ars áhersla á að semja um toll­frjáls viðskipti við sam­bandið, viðhalda ferðaf­relsi á milli Norður-Írlands og Írlands, semja um nýja viðskipta­samn­inga við ríki utan Evr­ópu­sam­bands­ins og áfram­hald­andi sam­starf á sviði leyniþjón­ustu- og lög­reglu­mála.

Enn­frem­ur hef­ur rík­is­stjórn Bret­lands lagt ríka áherslu á mik­il­vægi þess að taka í eig­in hend­ur að fullu stjórn inn­flytj­enda­mála lands­ins. Þá sagði May bresk stjórn­völd vilja að úr­sögn Bret­lands myndi eiga sér stað skref fyr­ir skref þannig að hags­mun­um viðskipta­lífs­ins yrði ekki stefnt í hættu. Hún varaði Evr­ópu­sam­bandið við því að beita Breta refsiaðgerðum vegna úr­sagn­ar­inn­ar enda myndi það verða til þess að skaða hags­muni ríkja sam­bands­ins.

For­sæt­is­ráðherr­ann lagði enn­frem­ur áherslu á að með úr­sögn­inni væru Bret­ar að opna fangið gagn­vart heim­in­um. Bret­land myndi áfram laða að sér hæfi­leika­fólk alls staðar að. Bret­ar yrðu hins veg­ar að fara með stjórn landa­mæra sinna sjálf­ir. Bresk­ir kjós­end­ur hefðu kosið með bjart­ari framtíð fyr­ir Bret­land og að landið yrði í kjöl­farið sterk­ara, rétt­lát­ara og sam­einaðra. Saga Bret­lands sýndi að Bret­ar væru í eðli sínu alþjóðasinn­ar og svo yrði áfram.

Við ríki Evr­ópu­sam­bands­ins sagði May að Bret­land yrði áfram traust­ur sam­starfsaðili þeirra, vilj­ug­ur bandamaður og ná­inn vin­ur. „Við vilj­um kaupa vör­ur ykk­ar, selja ykk­ur okk­ar vör­ur, eiga í eins frjáls­um viðskipt­um við ykk­ur og mögu­legt er og vinna með ykk­ur að því að tryggja ör­yggi okk­ar og vel­meg­un með áfram­hald­andi vin­skap. Hún kallaði eft­ir nýju sam­starfi á jöfn­un grund­velli. Ekki fyr­ir­komu­lagi þar sem Bret­land yrði að hluta til í sam­band­inu.

„Við ætl­um ekki að ganga inn í fyr­ir­komu­lag sem önn­ur ríki búa við. Við ætl­um ekki að halda í hluta af aðild­inni [að Evr­ópu­sam­band­inu] þegar við hverf­um á braut,“ sagði May. Bresk­ir kjós­end­ur hefði kosið með opin augu og vitað hvað þeir voru að greiða at­kvæði um. Breska þjóðin væri að sam­ein­ast í kjöl­far þjóðar­at­kvæðis­ins. Tíma­bært væri að binda endi á and­stæðar fylk­ing­ar í mál­inu og tals­mát­an­um sem hefði fylgt þeim og snúa bök­um sam­an og tryggja að úr­sögn­in úr Evr­ópu­sam­band­inu skilaði sem hag­stæðastri niður­stöðu fyr­ir Bret­land.


mbl.is Verða utan innri markaðar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 2111
  • Frá upphafi: 1188247

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1921
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband