Miðvikudagur, 18. janúar 2017
Ísland og Bretland samstíga utan ESB
Afstaða Íslendinga til ESB kann að hafa verið áhrifavaldur um úrslit Brexit-kosninganna í Bretlandi á síðasta ári. Oft veldur lítil þúfa þungu hlassi og dómínóáhrif ESB-andstæðinga á Íslandi kunna, þegar sagan verður skrifuð er fram líða stundir, að verða það sem réð gangi sögunnar í Evrópu.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirstrikar í nýlegri ræðu sinni að Bretland skuli semja við ESB sem frjálst og fullvalda ríki í tvíhliða samningum. Theresa endurspeglar þannig sjónarmið ESB-aðildarandstæðinga á Íslandi á borð við marga félaga í Heimssýn sem eru þeirrar skoðunar að Ísland skuli vera frjálst og fullvalda ríki, ráða málum sínum sjálft en í vinsamlegum og góðum samskiptum við þjóðir nær sem fjær.
Bretland getur ekki undir nokkrum kringumstæðum verið áfram hluti af innri markaði Evrópusambandsins enda þýddi það að Bretar myndu alls ekki yfirgefa sambandið. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu sem hún flutti í Lancaster House í London í dag þar sem hún greindi frá því með hvaða hætti Bretar muni ganga úr Evrópusambandinu. Samþykkt var að ganga úr sambandinu í þjóðaratkvæði í Bretlandi síðasta sumar.
May sagði hins vegar samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC að ríkisstjórn hennar hefði í hyggju að semja við Evrópusambandið um eins greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og mögulegt væri í kjölfar þess að Bretland segir skilið við sambandið. Hún greindi ennfremur frá því að báðar deildir breska þingsins, neðri deildin og lávarðadeildin, fengju tækifæri til þess að greiða atkvæði um endanlegan samning við Evrópusambandið um úrsögn Bretlands þegar hann lægi fyrir.
Forsætisráðherrann hét því ennfremur samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að Bretar myndu ekki lengur greiða háar fjárhæðir til Evrópusambandsins. Lögð yrði ennfremur meðal annars áhersla á að semja um tollfrjáls viðskipti við sambandið, viðhalda ferðafrelsi á milli Norður-Írlands og Írlands, semja um nýja viðskiptasamninga við ríki utan Evrópusambandsins og áframhaldandi samstarf á sviði leyniþjónustu- og lögreglumála.
Ennfremur hefur ríkisstjórn Bretlands lagt ríka áherslu á mikilvægi þess að taka í eigin hendur að fullu stjórn innflytjendamála landsins. Þá sagði May bresk stjórnvöld vilja að úrsögn Bretlands myndi eiga sér stað skref fyrir skref þannig að hagsmunum viðskiptalífsins yrði ekki stefnt í hættu. Hún varaði Evrópusambandið við því að beita Breta refsiaðgerðum vegna úrsagnarinnar enda myndi það verða til þess að skaða hagsmuni ríkja sambandsins.
Forsætisráðherrann lagði ennfremur áherslu á að með úrsögninni væru Bretar að opna fangið gagnvart heiminum. Bretland myndi áfram laða að sér hæfileikafólk alls staðar að. Bretar yrðu hins vegar að fara með stjórn landamæra sinna sjálfir. Breskir kjósendur hefðu kosið með bjartari framtíð fyrir Bretland og að landið yrði í kjölfarið sterkara, réttlátara og sameinaðra. Saga Bretlands sýndi að Bretar væru í eðli sínu alþjóðasinnar og svo yrði áfram.
Við ríki Evrópusambandsins sagði May að Bretland yrði áfram traustur samstarfsaðili þeirra, viljugur bandamaður og náinn vinur. Við viljum kaupa vörur ykkar, selja ykkur okkar vörur, eiga í eins frjálsum viðskiptum við ykkur og mögulegt er og vinna með ykkur að því að tryggja öryggi okkar og velmegun með áframhaldandi vinskap. Hún kallaði eftir nýju samstarfi á jöfnun grundvelli. Ekki fyrirkomulagi þar sem Bretland yrði að hluta til í sambandinu.
Við ætlum ekki að ganga inn í fyrirkomulag sem önnur ríki búa við. Við ætlum ekki að halda í hluta af aðildinni [að Evrópusambandinu] þegar við hverfum á braut, sagði May. Breskir kjósendur hefði kosið með opin augu og vitað hvað þeir voru að greiða atkvæði um. Breska þjóðin væri að sameinast í kjölfar þjóðaratkvæðisins. Tímabært væri að binda endi á andstæðar fylkingar í málinu og talsmátanum sem hefði fylgt þeim og snúa bökum saman og tryggja að úrsögnin úr Evrópusambandinu skilaði sem hagstæðastri niðurstöðu fyrir Bretland.
Verða utan innri markaðar ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 30
- Sl. sólarhring: 345
- Sl. viku: 2111
- Frá upphafi: 1188247
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 1921
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.