Leita í fréttum mbl.is

AGS segir ESB þjarma að Grikkjum að óþörfu

„Stefnan sem Þýskaland heftur rekið gagnvart Grikklandi er pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot. Þetta segir Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þar skrifar hann um ástandið í Grikklandi sem lengi hefur glímt við alvarlegan skuldavanda sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum undanfarin misseri. Það breytir þó engu um það að vandinn er enn til staðar og enn mjög alvarlegur. Alls nema skuldir ríkisins 180% af landsframleiðslu en mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er það að ef ekki verði afskrifaðar umtalsverðar upphæðir gæti prósentan farið upp í 300 á næstu árum og áratugum.“

Ofangreint hefur Eyjan úr leiðara Harðar Ægissonar, efnahagsritstjóra, í Fréttablaðinu.

Þar segir ennfremur:

Fram undan er erfitt sumar fyrir gríska ríkið. Að sögn Harðar þarf Grikkland sjö milljarða evra í fjárhagsaðstoð í júlí næstkomandi til að geta borgað af skuldum sínum. Slíkir fjármunir eru þó ekki afhentir nema með ströngum skilyrðum og þurfa Grikkir að halda áfram að herða beltið og spara, auk þess sem áfram er gerð krafa um efnahagsumbætur, ,,í því skyni að ná fram auknum afgangi á frumjöfnuði ríkissjóðs‘‘ segir Hörður.

Það kemur eflaust einhverjum á óvart en AGS er sammála stjórnvöldum í Aþenu um að afskrifa þurfi einhvern hluta skulda ríkisins ef sjóðurinn á að geta haldið áfram að lána Grikkjum. Þetta hefur ekki mælst vel fyrir meðal ráðamanna í Berlín sem hafa sett fótinn niður og hafna því alfarið að farið verði í afskriftir.

Skuldir Grikkja eru nánast einvörðungu við opinbera aðila, einkum sex stærstu Evruríkin með Þýskaland í broddi fylkingar. Afar litlar líkur eru á því að sögn Harðar að stjórnmálamenn í Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi bjóði kjósendum sínum upp á það að Grikkir fá eina evru afskrifaða, það er ,,pólitískur ómöguleiki‘‘. Þetta þýðir aðeins eitt, Grikkir eru ekki að fara að losna úr skuldasúpunni í bráð.

Hörður segir að sú stefna sem yfirvöld í Þýskalandi hafi rekið gagnvart Grikklandi sé ,,pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot.‘‘ Þjóðverjar græði ekkert á því að þurfa að afskrifa skuldir gagnvart Evrópska seðlabankanum ef Grikkir gangi út úr evrusamstarfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er pólitísk ákvörðun að afskrifa hluta af skuldum Grikkja. Sú ákvörðun er illframkvæmanleg.

Þjóðverjar hafa vissulega efni á að afskrifa einhvern hluta þess sem Grikkir skulda þeim, en önnur ríki ESB, sem eiga útistandi hjá Grikkjum, geta það einfaldlega ekki. Sum þeirra eru á bjargbrún efnahagslegs hruns og önnur eru fallin fram af henni,eins og t.d. Ítalía, sem á töluverðan hlut í skuldum Grikkja.

Þetta er því pólitískt illmögulegt.

Hitt er svo annað mál að endanlega niðurstaðan verður alltaf söm. Evran mun hrynja og óvíst hvort ESB mun lifa það af. Það er bara spurning um tíma.

Með niðurfellingu á hluta af skuldum Grikkja mun þetta ske hratt og tapið verða nokkuð, jafnvel fyrirséð. 

Með því að þverskallast við má fresta þessu um einhver misseri, jafnvel ár, en tapið mun margfaldast. Enginn veit hvaða skelfingu það mun leiða yfir löndin sem nú mynda ESB.

Gunnar Heiðarsson, 25.2.2017 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 197
  • Sl. sólarhring: 472
  • Sl. viku: 2677
  • Frá upphafi: 1164884

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 2298
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband