Föstudagur, 7. júlí 2017
EES-samningurinn skemmir ímynd Íslands
EES-samningurinn og tilskipun ESB, sem alþingismenn samþykktu gagnrýnislaust eða gagnrýnislítið, hefur í för með sér undarlegt umhverfisbókhald sem sýnir Ísland sem kjarnorkuknúinn umhverfissóða. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kemur með þarfa ábendingu um þetta í dag og bendir í leiðinni á það hversu varasamar tilskipanir ESB á grunni EES-samningsins eru.
Er ekki ástæða til að skoða þetta og ræða frekar?
Í leiðara Morgunblaðsins í dag, sem ber yfirskriftina Ímyndin seld úr landi, segir:
Við Íslendingar höfum lengi verið stoltir af því, að flestir þeir orkugjafar sem við nýtum hafa verið í formi jarðvarma- og vatnsfallsvirkjana, sem jafnan eru taldar í hópi umhverfisvænustu orkugjafa sem völ er á. Jafnframt höfum við markaðssett íslenska náttúru sem hreina og ósnortna, og jafnvel reynt að fá ferðamenn hingað til lands á þeim forsendum að hér sé um einstaka náttúruparadís að ræða.
Það skýtur því skökku við, þegar rýnt er í raforkureikninginn, þar sem uppruna orkunnar er getið. Í staðinn fyrir að þar sjáist hið sanna, að 99,99% af orkugjöfum okkar eru endurnýjanleg, ber svo við að meirihluti orkunnar er sagður eiga uppruna sinn í kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti, svo sem kolum eða jarðgasi. Miðað við þær tölur sem Orkustofnun hefur tekið saman um uppruna orkunnar okkar eru nærri því 80% orkunnar sem við nýtum runnin af þessum rótum.
Íslendingar eru því, samkvæmt bókhaldinu, miklir umhverfissóðar, en ástæðan er rakin til þess, að samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, sem leidd var hér í lög árið 2011, er orkufyrirtækjum á evrópskum markaði heimilt að selja hreinleikavottorð úr landi, þannig að ríki og fyrirtæki, sem annars myndu ekki standast skoðun, geti fengið á sig gæðastimpil fyrir umhverfisvernd. Íslendingar taka þannig á sig syndir heimsins.
Í ljósi þess að Íslendingar flytja raforkuna hvorki inn né út er hér um grófar blekkingar að ræða, þar sem neytendur í Evrópu eru látnir halda að vörur séu umhverfisvænar sem eru það ekki. Í Bændablaðinu var sagt frá því að á sama tíma hefur þetta haft áhrif á innlenda framleiðslu, þar sem matvælaframleiðendur hafa þurft að kaupa sér vottorð, hafi þeir viljað staðfesta að þeir hafi ekki nýtt sér kjarnorku eða kol, eins og bókhaldið segir.
Evróputilskipun sú, sem hér um ræðir, hefði aldrei átt að vera lögfest en rann þó í gegnum þingið mótatkvæðalaust.
Ímynd landsins sem náttúruparadísar er í húfi, þegar í orkubókhaldi þjóðarinnar má finna það út, að hér á landi hafi verið framleiddur geislavirkur úrgangur. Við þessu þarf að bregðast, og huga í framtíðinni að því, að þær tilskipanir ESB sem hér séu innleiddar eigi við íslenskar aðstæður, en séu ekki bara teknar upp í blindni.
Nýjustu færslur
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 262
- Sl. sólarhring: 372
- Sl. viku: 2742
- Frá upphafi: 1164949
Annað
- Innlit í dag: 227
- Innlit sl. viku: 2356
- Gestir í dag: 210
- IP-tölur í dag: 209
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér undirritaði þykir óskemmtilegt að sjá það á orkureikningnum að ég neyti svo og svo af kola- og kjarnorku til heimilisnotanna. Þar sem telja má víst að hér sé ekki aðeins um fölsun að ræða heldur einnig peningaplokk þætti mér fróðlegt að vita hvað það myndi kosta heimilin að kaupa sambærilegt hreinleikavottorð og matvælaframleiðendur.
Kolbrún Hilmars, 7.7.2017 kl. 14:36
Ísland er ekki aðeins eitt af spilltustu löndum Evrópu, en einnig neyslufrekasta þjóð í heimi. Vistaspor (Ecological Footprint) Íslands er risastórt, samsvarar 56 jarðahekturum. Þetta veit Dabbi, en kýs samt að breiða út "disinformation" í Mogga sneplinum. Og þið hjá Heimssýn hafið kjark til að birta þvæluna. Skammist ykkar!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.7.2017 kl. 16:31
Haukur hver sem þú ert. farðu inn á umhverfi og skoðaðu hjá þeim en þar kemur fram að það eru 5 eða 6 pappíra hlugfélög sem hafa kolefna kvóta frá íslandi. Þennan kvóta geta þeir selt síðar en þú segir að það sé engin spilling í þessum efnum. Byrjaðu að fræða þig. Svona til að spyrja þig hvað er meðal hitastig á Íslandi.
Valdimar Samúelsson, 7.7.2017 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.