Leita í fréttum mbl.is

Formaður Heimssýnar vill ekki á þetta hótel

erna_bjarnadottirErnu Bjarnadóttur, formanni Heimssýnar, hugnast ekki gisting á þeim stað sem ekki er hægt að yfirgefa. Þetta sagði hún í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar (á 10.mín) sem tekið var í tilefni af því að fyrrum útgönguráðherra Breta, David Jones, mætir til fundar við fólk í Háskóla Íslands í dag til að deila reynslu Breta af Brexit. Erna sagði að reynsla Breta sýndi hversu gífurlega flókið það væri að yfirgefa ESB fyrir ríki sem eru komin þangað inn.

Af því tilefni vísaði Erna til söngtexta í vinsælu lagi bandarísku hljómsveitarinnar The Eagles, en þar segir m.a. „You can check-out any time you like, But you can never leave! " Sagt er að textahöfundur lagsins hafi sótt hugmyndina til orða hagfræðings sem fjallaði um erfiðleika við að ná fjárfestingu sinni frá tilteknum löndum.

Fundurinn með David Jones verður í Háskóla Íslands í dag, Háskólatorgi, stofu HT105 og hefst klukkan 17:30.

David mun flytja erindi og svara fyrirspurnum. Erindi hans ber yfirskriftina „The British Experience of Brexit“. David Jones er nú þingmaður breska Íhaldsflokksins en hann á rætur í stjórnmálum í Wales. Theresa May, forsætisráðherra Breta, valdi hann til að sinna Brexit-málum eftir kosningarnar 2016 og hélt Jones því ráðherraembætti þar til í ár. 

David Jones kemur hingað til lands á landi á vegum samtakanna „The Red Cell“, en þau beittu sér fyrir samþykkt Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi í fyrra og er gestur Heimssýnar og félaganna Herjans og Ísafoldar. 

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Heimssýn, Herjan og Ísafold


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugi Breskra á að yfirgefa hótelið er ekki meiri en svo að þeir halda sig geta samið um fría gistingu og ótakmarkaðan aðgang að morgunverðarhlaðborðinu. En þetta er ekkert öðruvísi en önnur hótel: You can leave any time you like, but you can never stay for free!. Þannig að það stefnir í að undrandi Bretar verði húsnæðislausir og svangir á götunni eftir nokkra mánuði.

DavidJones var fylgjandi Brexit og sinnti Brexit-málum eftir kosningarnar 2016. Hélt Jones því ráðherraembætti í ár. Honum var skipt út og inn kom JoyceAnneAnelay sem barðist gegn Brexit eins og May forsætisráðherra. Samninganefnd Breta er því að mestu skipuð andstæðingum Brexit eftir hreinsanir sumarsins. Það verður gaman að sjá hvernig samningi fólk sem ekki vill fara nær um að fara en vera samt.

Afstaða ESB liggur ljós fyrir og það er ekki ESB sem skapar flækju Breta við að yfirgefa sambandið. Flækjan er til komin vegna þess að Bretar vilja bæði halda og sleppa.

Ufsi (IP-tala skráð) 9.11.2017 kl. 16:13

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert alveg ágætur í rökfærslunni Ufsi minn, en ættir kannski að kynna þér málið betur. Gætir t.d. byrjað á að lesa Lissabon sáttmálann, hina óopinberu stjórnarskrá ESB.

En svona til að halda áfram með samlíkinguna í texta Eagles, afbakaða eins og þú, þá má með sanni segja: When you manage to get out, few visitors will be left and your business will be expensive!

Gunnar Heiðarsson, 9.11.2017 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 165
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 2534
  • Frá upphafi: 1165162

Annað

  • Innlit í dag: 139
  • Innlit sl. viku: 2162
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband