Leita í fréttum mbl.is

Óbreytt stefna í Evrópumálum

428884ALjóst er að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mun í meginatriðum fylgja óbreyttri stefnu í Evrópumálum sem mun byggjast á því að fylgjast náið með þróun mála innan Evrópusambandsins og stuðla að opinskárri umræðu um málaflokkinn, en aðild að sambandinu er eins og áður ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin stefnir að því að framhald verði á starfi Evrópunefndar forsætisráðherra sem skipuð var í júlí 2004 af þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, og skilaði lokaskýrslu sinni í mars síðastliðnum. Áherslu á opna og upplýsta umræðu um Evrópumál ber að fagna. Evrópuhluti stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar er svohljóðandi:

Opinská umræða um Evrópumál
Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 466
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 2823
  • Frá upphafi: 1165740

Annað

  • Innlit í dag: 417
  • Innlit sl. viku: 2443
  • Gestir í dag: 399
  • IP-tölur í dag: 396

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband