Leita í fréttum mbl.is

Erindi um Noreg og EES

Er Noregur að snúa baki við EES?



Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB
(Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi 21. mars kl.
17:30 um breytta afstöðu í Noregi til EES-samningsins.

Á síðustu misserum hefur umræðan um EES í Noregi tekið nýja stefnu, bæði
hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, samtökum
og sérfræðingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst
með framkvæmd EES um árabil og skrifað greinar og skýrslur um
ýmis mál og rannsakað áhrifin af tilskipunum og öðrum
valdboðum frá EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um
þróunina í umræðunni og í framkvæmd EES-samningsins sem og um
mikil hagsmunamál á borð við 3. orkulagabálkinn. Hann
segir frá því hvernig umræðan um fullveldið og EES hefur þróast í
Noregi og fjallar um valkosti Noregs og þar með Íslands við
EES en breytingin sem verður með Brexit er síst minni fyrir Noreg
en Ísland.


Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í Evrópusambandið.

 

ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

 

Heimssýn, Frjálst land, Herjan og Ísafold

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 416
  • Sl. sólarhring: 463
  • Sl. viku: 1999
  • Frá upphafi: 1162168

Annað

  • Innlit í dag: 375
  • Innlit sl. viku: 1790
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 344

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband