Miðvikudagur, 27. mars 2019
Umsögn um orkumál frá Heimssýn
Athugasemdir við
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 með síðari breytingum
og
Tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku
Ofangreint frumvarp og þingsályktunartillaga tengjast lögleiðingu á orkulagabálki Evrópusambandsins sem nefndur hefur verið 3. orkupakki og ber að skoða í því ljósi.
Ekki verður hjá því komist að gera athugasemdir við þann skamma tíma sem gefinn er til að gera athugasemdir. Málið er harla flókið og ekki er eðlilegt að gera ráð fyrir að umsagnaraðilar geti komið með vel ígrundaðar athugasemdir á aðeins þremur dögum. Um hríð hefur verið altalað að stjórnvöld hyggist afgreiða mál þetta með hraði í því skyni að forðast umræðu. Svo virðist sem það sé staðfest með þeim stutta fresti sem hér gefinn, því ekkert kallar á ofsahraða við afreiðslu málsins. Vinnubrögð af því tagi eru ámælisverð og ósæmandi í lýðræðisríki.
Í fyrrgreindu frumvarpi og þingsályktunartillögu er vald íslenskra stjórnvalda í orkumálum áréttað. Óvíst að að áréttingar af slíku tagi hafi nokkurt gildi þegar úrskurðir verða upp kveðnir hjá erlendum dómstóli eða stjórnvaldi, eins og raunin mun verða ef mál þetta nær í heild sinni fram að ganga.
Í orkulagabálki Evrópusambandsins sem fyrr er nefndur er meðal annars gert ráð fyrir valdaframsali í orkumálum Íslands til erlends ríkjasambands. Valdmörk hinna erlendu aðila (landsreglara og orkustofu Evrópusambandsins, (e. ACER)) eru umdeild og ekki verður annað séð en að hinn erlendi aðili, þ.e. Evrópusambandið eigi sjálft að dæma um þau. Það er afar óvíst með hvaða hætti þessir erlendu aðilar munu fara með vald sitt og nánast víst að hagsmunir Íslendinga munu ekki sitja í fyrirrúmi, stangist þeir á við hagsmuni annarra aðila sem meira vægi hafa innan sambandsins.
Vart verður annað séð en að fyrrgreint valdaframsal brjóti í bága við stjórnarskrá Íslands.
Síðast en ekki síst hefur ekki komið fram hvers vegna Íslendingar ættu að framselja vald í orkumálum til erlends aðila. Rætt hefur verið um mikilvægi markaðsvæðingar í því sambandi. Er því til að svara að íslenskum stjórnvöldum er í lófa lagið að gera hvers kyns breytingar á orkumálum og orkumarkaði án þess að framselja vald til útlanda. Slíkar breytingar yrðu afturkræfar sem gæti komið sér vel ef þær reyndust illa. Vald sem fært hefur verið til erlendra aðila, ekki síst verðandi stórvelda á borð við Evrópusambandið, gæti á hinn bóginn reynst afar torvelt, ef ekki ómögulegt, að endurheimta. Hér er með öðrum orðum gengið á rétt óborinna kynslóða til að skipa málum í eigin landi.
Nýjustu færslur
- Gömlu nýlenduveldin gabba mann og annan
- Grjótkastið með Jóni Baldvin
- Evran tryggir ekki aukinn hagvöxt
- Nú reynir á samstöðuna innan ESB
- Þetta var hræðilegt! Hvað gerir ESB nú?
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 14
- Sl. sólarhring: 401
- Sl. viku: 2383
- Frá upphafi: 1190266
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 2211
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Ekkert kallar á ofsahraða við afreiðslu málsins. Vinnubrögð af því tagi eru ámælisverð og ósæmandi í lýðræðisríki," segir hér ofar.
Ég tek svo sannarlega undir þau orð.
Við fjölda frumvarpa, raunar flest eða öll frumvörp og þingsályktanamál, er gefinn margfalt lengri athugasemdafrestur en þessir ÞRÍR DAGAR!
Þetta er HNEYKSLI. Hér er um afar umdeilt mál að ræða, og vægi þess er flestum þingmálum meira, -- það fellur undir þá skilgreiningu, sem sjá má í 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar, sem nefna ekki aðeins lög, heldur líka "mikilvægar stjórnarráðstafanir", sem skuli "bera upp fyrir forseta í ríkisráði", já, svo mikilvægar eru sumar stjórnarráðstafanir, að þetta er einnig áskilið um þær.
Og í 17. gr. stjórnarskrárinnar segir ennfremur: "Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni.
Þá segir í 18. gr.: "Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta."
Og takið eftir: "19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum." Enginn gat efazt um, að umsókn naums meirihluta á Alþingi um, að Ísland yrði meðlimur ESB, væri mikilvægt stjórnarmálefni. Samt trássaðist utanríkisráðherra við að bíða samþykktar forseta Íslands -- hefur jafnvel óttazt, að það fengist ekki -- heldur rauk ráðherrann með hina naumu samþykkt þingsins til útlanda, bæði til sænsks ráðamanns og annars í Brussel !
Og enginn getur efazt um, að Þriðji orkupakkinn sé mikilvæg stjórnarráðstöfun eða stjórnarerindi, eins og nefnt er í stjórnarskrá. Hvers lags virðing er það þá gagnvart stjórnlögum Íslands, þegar ríkisstjórnin ætlar að lauma þessu ófarsæla máli sínu, orkupakkanum, í gegnum þingið án þess að gefa almenningi færi á því einu sinni að skoða það og senda inn ígrundaðar athugasemdir?
Það er vel vitað, að annar viðkomandi ráðherra, sem málið snertir, Þórdís Kolbrún, tekur ekki í mál að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. En er það líka þrautaráð þessara ESB-hlýðnu ráðherra að leyfa ekki einu sinni eðlilegan athugasemdatíma um málið?
Ljós eru þá svikin, sem hér eru í aðsigi. En þjóðin hefur áður risið upp og staðið á rétti sínum. Gerum það öll nú!
Jón Valur Jensson, 27.3.2019 kl. 04:14
Þótt innleiðing Orkupakka #3 með skilyrði, sem getið er um í fréttatilkynningu URN & ANR 22.03.2019, standist íslenzku Stjórnarskrána, er engan veginn þar með sagt, að ESB sé lagalega skuldbundið til að virða slíka skilyrta innleiðingu. Sameiginleg fréttatilkynning ráðherra og kommissars dugar auðvitað engan veginn. Þar með er ekkert hald í varnaglanum, ef upp kemur deilumál, t.d. við sæstrengsfjárfesti, sem vill hefjast handa samkvæmt Orkumarkaðslagabálki #3. Hefur nokkur lögfræðingur lýst því yfir, að skilyrt innleiðing, sem ekki hefur hlotið samþykki Sameiginlegu EES-nefndarinnar, Framkvæmdastjórnarinnar, Ráðsins og ESB-þingsins, sé gild að Evrópurétti ?
Bjarni Jónsson, 27.3.2019 kl. 16:31
Ofsi núverandi stjórnvalda í því að fá samþykktan 3. orkupakkann er með öllu óskiljanlegur venjulegu fólki. Ef samningi sem "engu máli skiptir og engu breytir" um yfirráð okkar yfir okkar auðlindum er svona bráðnauðsynlegur nákvæmlega núna og á að samþykkja, hvað hangir þá á spýtunni hjá duglausum stjórnmálamönnum, sem draslast eins og aumir taglhnýtingar embættismannaelítunnar út í tómið?. Það skal enginn velkjast í vafa um að nú þegar eru einhverjir innan stjórnkerfisins og slektingjar þeirra þegar búnir að taka sér stöðu, sér til nýtingar þessarar fullveldisafsalsglæpamennsku.
"Money makes the world go round, world go round, world go round!".
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 27.3.2019 kl. 22:03
Líkt og í Icesave málinu er almenningur farinn að átta sig á því að það er maðkur í mysunni. Enginn hefur enn komið með haldbær rök fyrir því að innleiða 3. orkupakka ESB hér á landi, enginn. Er það ekki dásamlegt!
Júlíus Valsson, 27.3.2019 kl. 22:20
Tek undir með ykkur öllum hér, samherjar, og enn er Bjarni Jónsson með gildustu rökin, en fréttnæmt líka, að meiri háttar greinar er að finna um málið í Morgunblaðinu í dag, eftir Tómas Inga Olrich og Sighvat Björgvinsson, sem báðir eru fyrrverandi ráðherrar, og sýna stöðu þessara mála í afar skýrri mynd, þótt enn steinhaldi Bjarni Ben kjafti og ætti þó að vera ábyrgur fyrir því að gera grein fyrir hvert flokksforysta hans er að stefna. Hann ber þar fulla ábyrgð, þótt hann láti sem hann hafi með þögninni þvegið hendur sínar af málinu eins og Pílatus.
Orkupakki 3 mun stórskaða íslenska garðyrkju, heimili og allt atvinnulíf er fyrirsögn Bændablaðsins í dag, með afar fróðlegu viðtali við Gunnar Þorgeirsson, formann Sambands garðyrkjubænda, sem sér fram á stórskell fyrir atvinnugrein sína og raunar allan almenning og fyrirtæki í landinu, ef þriðji orkupakkinn verður að veruleika. Hann segir þar m.a.:
„Það er algjörlega ljóst í mínum huga að við innleiðingu á orkupakka 3 og hækkandi raforkuverði í kjölfarið verða ekki framleiddir hér framar tómatar, gúrkur, jarðarber eða grænmeti sem krefst raflýsingar. Kryddjurtirnar frá mér myndu örugglega hverfa úr verslunum.“
Og hann skortir ekki skerpu til að sjá hvað orkupakkinn felur í sér þrátt fyrir að "skilyrt innleiðing" eigi að kallast, með "fyrirvara" Guðlaugs Þórs eða "varnagla", sem Bjarni kallar svo. Gunnar formaður sér, að þótt við tækjum þessa ákvörðun um að við ætlum ekki að heimila sæstreng nema með sérstöku samþykki Alþingis, þá er borðleggjandi, að sú ákvörðun yrði kæranleg til ESA. "Er þá ekki líklegast að ESA komist að þeirri niðurstöðu að hér gildi frjálst flæði fjármagns og afurða? Við höfum þegar reynslu af slíkum kærum og þær hafa allar fallið með ESB“ (þ.e. endað með úrskurði sem var ESB í vil).
Orkupakki 3 er landráð, segi ég með flokki mínum.
Jón Valur Jensson, 28.3.2019 kl. 11:09
Vel mælt Jón Valur og ykkur öllum.
Ég heyrði RÚV segja að þeir sem samþykktu Brexit vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Ég segi enda eru svona mál ekki einföld en svo heyrði ég frá brexit baráttu konu að engin vissi né veit hvað er í Lisabon pakkanum áður en þjóðir samþykktu þann pakka.
Þetta verður sama með orkupakka 3 en svona pakkar eru breytingum háðir eins og allar reglur og lög sem maðurinn býr til.
Ég er farin að sjá ESB sinna í öllum þessum alþingismönnum. Allir vilja þeir stöðu í Bruzzel.
Valdimar Samúelsson, 28.3.2019 kl. 14:04
Enn þá hef ég ekki náð því hve þessi skammi tími,sem gefinn er til athugasemda,verður langur.- Næsti þingfundur verður 1.april kl 15:00 - er tilkynnt á Alþingisrás sjónvarpsins.
Er þetta gabb?
Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2019 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.